FréttanetiðHeimili

Taktu eftir þessu… hér eru SEX MISTÖK sem þú gerir… þegar þú flytur inn í nýtt hús

Það er ofboðslega gaman og gefandi að gera upp hús en ef þú ert í þeim hugleiðingum ættir þú að lesa þetta svo þú getir forðast þessi afdrifaríku mistök.

1. Málar án þess að prófa litinn fyrst

Þú sérð málningu sem þér finnst æðisleg og byrjar á því að mála veggina. En litir geta komið allt öðruvísi út á vegg en á málningarsýnishorni. Málaðu því bara smá af einum vegg til að sjá hvernig liturinn kemur út heima hjá þér og ákveddu þig svo. Þú getur meira að segja fengið nokkrar litaprufur til að sjá hvað passar best.

2. Færð þér marmaraborðplötu

Já, marmarinn er voðalega fallegur en fyrr en varði verður hann allur út í rispum og blettum því það er rosalega erfitt að halda honum fallegum. Veldu því eitthvað annað inn í eldhús.

3. Brjálæðislega litríkur sófi

Það er alltaf hægt að gera sófa fallegri með því að skreyta hann með púðum þannig að ekki fá þér of litríkan sófa inni í stofu. Þú færð leið á honum og þarft þá að eyða morðfjár í að skipta honum út í staðinn fyrir að kaupa sæta púða á klink.

4. Að flýta sér að skreyta heimilið

Það er ekki góð hugmynd að reyna að skreyta öll rými á heimili í einu. Það er auðvitað gott að koma öllum stóru húsgögnum fyrir þegar þú flytur inn en taktu þér tíma í skreytingarnar.

5. Að fresta stórum breytingum þangað til eftir að þú flytur inn

Það er alveg glatað að flytja inn með tilheyrandi húsgögnum og fara síðan að rífa gólefni af eða annað í þeim dúr. Ekki flytja inn fyrr en allar stórar breytingar eru búnar. Það tekur miklu minni tíma að breyta í tómu húsi og fjölskyldunni líður betur með að þurfa ekki að borða kvöldmatinn innan um þrjátíu ára gamalt dúkalím.

6. Að kaupa ódýr húsgögn sem þurfa mikið viðhald

Þú getur alveg eins keypt þér nýjan hægindastól eins og að kaupa einhvern eldgamlan og lúinn sem þarf bólstrun. Þá er sparnaðurinn floginn út um gluggann.