FréttanetiðFréttir

Taktu eftir… þessi MATUR… lætur þig SOFA BETUR

Ef þú átt erfitt með svefn getur hjálpað til muna að bæta þessum fæðutegundum inn í mataræðið því þær gætu tryggt þér betri svefn.

1. Próteinrík fæða

Kalkúnn, kjúklingur, kotasæla, egg og mjólk hafa róandi áhrif. Þessi matur inniheldur amínósýruna Trýptóphan og hjálpar hún við að losa um hormónin serótónín og melatónín sem stilla af takt líkamans daglega. Ef þú borðar þennan mat og kolvetni á daginn undirbýrðu líkamann fyrir svokallaða melatónínvímu á kvöldin og því sefurðu betur.

2. Heilkorn

Heilkorn hjálpa til við að umbreyta Trýptóphan í serótónín og melatónín þannig að þú ættir að borða til dæmis brún hrísgrjón, kúrbít eða baunir með kvöldmatnum. Þessi kolvetni innihalda einnig B-vítamín sem getur hjálpað þér að sofna.

3. Súr kirsuber

Þau innihalda mikið af melatónín og hjálpa Trýptóphan að framleiða meira af melatónín.

4. Hnetur og fræ

Hnetur, fræ og hnetusmjör inniheldur bæði Trýptóphan og magnesíum sem hafa róandi áhrif. Borðaðu eitthvað af þessu rétt fyrir svefninn en bara smá skammt.

5. Heitir drykkir

Heitt te, volgt vatn með sítrónu eða flóuð mjólk getur losað um spennu til að undirbúa líkamann fyrir háttatímann. Ekki samt drekka alkóhól á kvöldin því það truflar svefninn.