FréttanetiðSamskipti

Takið vel eftir… þetta eru bestu PIKKUPLÍNURNAR á netinu… og þetta er hávísindaleg könnun

Teymi hjá fyrirtækinu Hinge bjó til rúmlega hundrað pikkupplínur sem þeim fannst góðar og prófaði svo að senda þær til 22 prósenta af þeim sem eru skráðir á stefnumótaöppum.

Teymið fékk átta milljónir svara en eftir að hafa legið yfir svörunum lengi komust meðlimir þess að því að það virkar best á karlmenn að fá beinar spurningar um stefnumót – til dæmis: Eigum við að fá okkur drykk bráðum? Eða: Bjór í kvöld?.

Konur vilja hins vegar tala um mat og sérstaklega um sætindi. Dæmi um setningu sem gæti virkað vel á konu er: Finnst þér súkkulaði- eða vanillukaka betri?

hinge-openers-w724