FréttanetiðFólk

Takið fram vasaklútana…þau héldu DRAUMABRÚÐKAUPIÐ…og hann lést 128 dögum síðar – MYNDBAND

Solomon Chau og Jennifer Carter trúlofuðu sig í apríl á síðasta ári og ætluðu að gifta sig núna í ágústmánuði.

En lífið tók í taumana og í desember í fyrra fékk Solomon að vita að hann væri með lifrakrabbamein. Í mars á þessu ári var krabbameinið búið að dreifa sér og var Solomon því dauðvona. Honum var sagt að hann myndi ekki lifa þar til í ágúst þannig að turtildúfurnar ákváðu að ganga í það heilaga í apríl síðastliðnum.

Með hjálp vina og fjölskyldu söfnuðu þau rúmlega fimmtíu þúsund dollurum, rúmlega sex og hálfri milljón króna, til að halda draumabrúðkaupið sitt. Þau bjuggu til myndband úr brúðkaupinu sem sjá má hér með fréttinni.

Solomon lést í síðustu viku og fór jarðarför hans fram á laugardaginn síðasta en það var dagurinn sem þau Jennifer ætluðu upprunalega að gifta sig á. Jennifer og Solomon voru gift í 128 daga.