FréttanetiðHeilsa

Sykurlaus pistasíu SNILLD HAFDÍSAR – UPPSKRIFT

,,Þessi er alltaf góð og slær í gegn,” segir Hafdís Magnúsdóttir matgæðingur með meiru sem heldur úti heimasíðunni Dísukökur. Hún hefur sérhæft sig í Lágkolvetnafæði og sykurlausum uppskriftum. Undanfarin ár hefur hún masterað stevíu notkun í baksturinn.  Hún gaf okkur þessa gómsætu uppskrift af pistasíu fudge sem sáraeinfalt er að útbúa. Svo sakar ekki að leyfa börnunum að taka þátt í bakstrinum.

Pistasíu fudge
90 g smjör
5 msk sukrin gold
5 dl rjómi
6-8 dropar af vanillu eða karamellu Via-Healt stevíu
2 dl pistasíur

Aðferð: Allt nema hnetur sett í pott og látið malla á lægsta hita í ca 30 mínútur. Passa að hræra ekki of mikið. Rétt að hræra á tíu mínútna fresti. Saxa niður hnetur og setja í blönduna þegar hún er orðin þykk. Hrært saman og sett í form og í frysti í nokkra klukkutíma. Skorið í bita og geymt í ísskáp. Heimasíða Hafdísar.

kaka