FréttanetiðHeilsa

Svona kveður þú BAKVERK… með því að BORÐA þessar FIMM fæðutegundir

Bakverkur er hugsanlega eitt af því versta sem hægt er að upplifa þegar kemur að líkamlegum sársauka. Hann hefur ekki eingöngu áhrif á það hvernig þú notar líkamann heldur getur verkurinn leitt niður í fótleggi og að ekki sé minnst á andlegu hliðina. Margir ef ekki flestir sem upplifa sársaukafullan bakverk dæla í sig verkjastillandi lyfjum sem leiða til fjölda aukaverkana.

Þegar mataræðið er slæmt koma lyf að engum notum. Þegar mataræðið er rétt þarftu ekki á lyfjum að halda. Reyndu því að minnka lyfseðilskyld lyf sem þú verður eflaust háð/ur og gefðu náttúrulegri fæðu séns.

Hér er stuttur listi yfir náttúrulega fæðu sem inniheldur vítamín og steinefni sem valda ekki aukaverkunum og hjálpa þér þegar bakverkur angrar þig. Það eru ýmsar tegundir af mat sem sjá til þess að verkurinn hverfi án lyfjainntöku eins og appelsínur og lax.  Næst þegar þú byrjar að finna fyrir bakverk, skaltu prófa að neyta þessara fæðutegunda í stað þess að taka inn lyf.

1. Kirsuber
Þau eru frábær til að vinna gegn bakverkjum. Þau eru sérstaklega gagnleg ef þig verkjar eftir áreynslu eða eftir þungar lyftingar. Til að nýta kosti kirsuberja getur þú annað hvort borðað berin eða drukkið kirsuberjasafa. Til að tryggja árangur skaltu passa vel upp á að safinn sé ekki að mestu gerður úr sykri eða sætuefni.

2. Kaffi
Já, þú last rétt. Kaffidrykkja er í lagi ef þú drekkur það í hófi. Ef þú ert með bakverk skaltu drekka einn góðan bolla af kaffi, koma þér vel fyrir og slaka á. Rannsóknir hafa sýnt að kaffi vinnur á verkjum eins og hefðbundin verkjalyf gegn sársauka. Þú þarft einfaldlega einn bolla til að upplifa jákvæða koffín-upplifun.

3. Evening Primrose olía – náttljósarolía
Bakverkur getur verið viðvarandi eins og magaverkur eða hausverkur. Náttljósarolía er ein af náttúrulegum lausnum gegn sterkum verkjum. Olían í þessari jurt getur gert vöðvakrampa og bakverk óvirkan. Olían er ekki ódýr en hún virkar og þú ættir að sleppa einhverju öðru sem þú leyfir þér að kaupa og gefa þér þessa olíu því líkaminn elskar hana hvort sem þú ert með bakverk eða ekki.

4. Lax
Omega-3 er árangursrík olía þegar bakverkur er annars vegar. Betra er að fá næringarefni eins og omega-3 úr mat frekar en í formi fæðubótarefna.  Lax er stórkostlegur til neyslu – stútfullur af omega-3 fitusýrum. Næst þegar þú byrjar að fá bakverk skaltu elda lax.

5. Appelsínur
Þær eru fullar af c vítamíni.  Þessi ávöxtur er náttúruleg aðferð til að losa þig við bakverk. Ef þú borðar reglulega appelsínur þá minnka bólgurnar sem valda bakverk – eða jafnvel hverfa.

Eitt að lokum. Hvers konar mat ættir þú að forðast þegar þú ert þjáð/ur af bakverk? Ef þú finnur stöðugt fyrir bakverk skaltu sleppa mat sem inniheldur transfitusýrur. Svo skaltu sniðganga djúpsteikt fæði, kolvetni, gervisykur og aukefni skaltu líka kveðja. Gakktu úr skugga um að þú neytir matar sem er ferskur og óunninn. Unnar, sætar og kolvetnishlaðnar matvörur gera bakverkinn verri ef eitthvað er.

Ertu búin/n að hlusta á stjörnuspána þína þessa helgi?