FréttanetiðFólk

Svona kemstu í BESTA FORM lífs þíns… á aðeins 14 dögum

Þú vilt sennilega vita hver auðveldasta og hraðvirkasta leiðin í besta form lífs þíns er? David nokkur Kirsch veit svarið.

Það er auðvelt að þyngjast á tveimur vikum en á sama tíma er hægt að draga úr þyngd og líða betur á tveimur vikum en aðeins ef þú fylgir ströngum reglum Kirsch sem er að gera allt vitlaust vestan hafs.

david_kirsch_mcfit

David Kirsch sem er starfandi einkaþjálfari í New York skrifaði bókina ,,Fullkomin áætlun fyrir líkamann” þar sem hann heldur því fram að á aðeins tveimur vikum getur þú endustillt líkama þinn – já við erum að tala um 14 daga.

Dagleg hreyfing og mataræðinu breytt
Mataræði þjálfarans felst í því að þú hættir að borða brauð, mjólkurvörur, sælgæti og áfengi. Þetta svipar til Atkinson mataræðisins en til að ná tilætluðum árangri sem þjálfarinn lofar í bókinni er nauðsynlegt að hreyfa sig 90 mínútur á dag – í tvær vikur.  Þar er hann að tala um alla daga vikunnar  –  einnig um helgar.

Þjálfunin byrjar á því að þú skokkar eða hjólar í  45 mínútur (án hlés). Síðan eyðir þú öðrum 45 mínútum í að gera alls kyns æfingar þar sem þú getur notað  lóð eða eigin líkamsþyngd.  Afslöppun er ekki í boði þessar 90 mínútur sem þú ákveður að hreyfa þig daglega. David Kirsch bendir lesendum sínum á að borða á þriggja tíma fresti, frá klukkan 7 að morgni til síðustu máltíðar dagsins sem ætti ekki að vera eftir klukkan 19. Hann bendir á að allt sem þú borðar á kvöldin eftir tilsettan tíma veldur svefnröskun.  Kirsch bendir fólki á að taka inn kalsíum, vítamín C og E og B12 og Q10.

Ef þú fylgir áætlun hans í tvær vikur mun líkami þinn endurfæðast að hans sögn. Þú munt tapa frá 7 – 10 kg (sem þýðir allt að tveimur fatastærðum) ef þú fylgir þessari áætlun. Þér mun líða vel og þú átt eftir að sofa einstaklega vel.  Höfundurinn huggar alla sem kjósa að fara eftir ráðum hans með því að segja: ,,Slakaðu á. Þetta eru aðeins 14 dagar. Það verður þess virði að leggja þetta á sig.”