FréttanetiðHeilsa

Svona HREINSAR þú eitt mikilvægasta LÍFFÆRIÐ… LIFRINA… og það á einni viku

Heilsan ætti ávallt að vera forgangsverkefni okkar í lífinu sem þýðir að við eigum að viðhalda góðri heilsu með heilbrigðu mataræði og hreyfingu.  Góð llíffærastarfsemi tryggir heilbrigða og bjarta framtíð.

Lifrin er eitt af okkar mikilvægustu líffærum en hún hefur áhrif á alla starfsemi líkamans.

Þessi túrmerik drykkur er uppskrift sem hreinsar lifrina á örskömmum tíma. Gott er að neyta hans daglega í sjö daga. Það er nefnilega staðreynd að lifrin greiðir háan toll af öllum eiturefnum sem fara inn fyrir þínar varir og flæða í gegnum líkama þinn. Helsta innihaldsefnið í drykknum er túrmerik sem er fjölhæft efni sem býður upp á óteljandi kosti þegar kemur að því að laga og bæta líkama þinn.

Hagur þinn af því að drekka túrmerik-te er fjölþættur:

– bætir blóðrásina
– hreinsar blóðið
– drepur kvef og hósta ( vírus)
– dregur úr áhrifum slæma kólesterólsins
– dregur úr ofnæmisviðbrögðum
– afeitrar líkamann
– eflir orkuna
– örvar seytingu í galli
– kemur í veg fyrir innri blóðstorknun

Túrmerik te – uppskriftin sem hreinsar lifrina inniheldur:

2 tsk af túrmerik
1 til 2 ½ tsk af kanil
2 tsk af engifer
½ bolli kókos mjólk
smá vegis af svörtum pipar
2 tsk af hunangi
1 teskeið af vanillu
soðið vatn

Aðferð við undirbúning: Fylltu helming af könnu með sjóðandi vatni og bættu túrmerik og engifer út í það. Þá skaltu loka könnunni og láttu síðan blönduna bíða í 10 til 15 mínútur. Þá hrærir þú kanil, svörtum pipar, vanillu og hunangi út í og fyllir könnuna af kókosmjólk. Hrærðu síðan aftur.

Þetta te er ljúffengur drykkur.  Þér líður vel eftir neyslu á sama tíma og þú blæst nýju lífi í lifrina þína. Ef turmerik-te er drukkið daglega í 7 daga verður lifrin eins og ný.  Njóttu!