FréttanetiðHeilsa

Þetta er ofureinfalt…svona fjarlægirðu MYGLULYKT…úr handklæðum

Margir kannast við að henda í þvottavél og gleyma sér svo. Það næsta sem maður veit er að maður opnar þvottavélina mörgum klukkutímum seinna og viðbjóðsleg myglulykt heilsar manni.

Það er ómögulegt að ná þessari lykt úr með sápu einni saman en ef þú fylgir þessum einföldu skrefum þá ætti lyktin að hverfa til frambúðar.

1. Settu handklæðin í þvottavél og þvoðu þau á hæsta mögulega hitastiginu sem þau þola. Bættu einum bolla af hvítu ediki við þvottinn en alls ekki nota þvottaefni eða klór.

2. Þegar vélin er búin að þvo skaltu þvo handklæðin aftur með þvottaefni eða matarsóda. Ef þú finnur enn lykt af myglu þegar það er búið skaltu þvo handklæðin aftur með hálfum bolla af matarsóda og engu öðru.

3. Þurrkið í þurrkara á hæstu hitastillingunni.

Þetta ráð virkar líka fyrir önnur efni og föt en þið verðið bara að passa hitastillinguna. Ekki þvo neitt á hærri hitastillingu en það þolir.