FréttanetiðHeilsa

Svona FÆRÐU HVÍTARI tennur… og ÚTRÝMIR ANDREMMU

Tannvernd gengur út á nota tannþráðinn reglulega, bursta kvölds og morgna og heimsækja tannlækninn endrum og eins.   Fáir vita hinsvegar að kókoshnetuolía hefur ótrúlega góð áhrif á tannheilsuna.  Hér er auðveld aðferð til að hreinsa munninn og útrýma skaðlegum bakteríum sem valda meðal annars andfýlu og það sem meira er þá gerir þessi aðgerð tennurnar hvítari.

Hér er um að ræða tannkrem sem inniheldur kókoshnetuolíu sem er örverueyðandi og dregur úr hættu á tannskemmdum og tannholdsbólgu.

Aðferð og innihald: Bræðið nokkrar matskeiðar af kókoshnetuolíu (um 30 gr) í skál. Bætið síðan 3 matskeiðum af matarsóda (um 45 gr) út í. Hrærið síðan þessi tvö hráefni saman með gaffli.  Notið síðan efnið til að bursta tennurnar sem gerir tennurnar hvítar og svo hverfur andfýlan líka.

Örverueyðandi kraftur kókoshnetuolíunnar mun drepa bakteríurnar í munninum.  Eftir að þú hefur tannburstað þig upp úr blöndunni finnur þú fyrir ferskleika og hreinleika og sérð að tennurnar verða hvítari en hafðu hugfast að kókoshnetuolía storknar þegar hún kólnar.

colgatekrabbamein
Ert þú að nota tannkrem sem orsakar krabbamein? Sjá meira HÉR.