FréttanetiðMatur & drykkir

Sveppir eru ekki bara SVEPPIR… þið verðið að smakka þetta lostæti – UPPSKRIFT

Þessir fylltu sveppir eru svo góðir að við fáum vatn í munninn! Þið verðið að prófa.

Fylltir portobello-sveppir 

Hráefni:

6 meðalstórir/stórir portobello-sveppir

2 msk ólífuolía

1/2 laukur, fínsaxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 bolli brauðrasp

1/3 bolli steinselja, söxuð

1/3 bolli dill, saxað

salt og pipar

sítróna

portobello-mushrooms-stuffed-with-breadcrumbs-6

Aðferð: 

Takið stilkana úr sveppunum og fínsaxið þá. Setjið þá til hliðar. Takið hýðið af sveppunum með fingrunum og hendið því. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnskúffu. Snöggsteikið laukinn í ólífuolíunni á miðlungshita í 4-5 mínútur. Bætið sveppunum út í og steikið í 3 mínútur í viðbót. Bætið síðan hvítlauknum saman við og steikið í mínútu í viðbót. Slökkvið á hellunni. Setjið blönduna í skál og bætið brauðraspi, steinselju, dilli og salti og pipar saman við. Blandið öllu vel saman. Raðið sveppunum á ofnskúffuna og deilið brauðraspblöndunni á milli þeirra. Bakið í 20-25 mínútur. Berið fram með sítrónusneiðum.