FréttanetiðMatur & drykkir

SÚPERHOLL súpa… sem er fullkomin á köldum vetrarkvöldum – UPPSKRIFT

Það er orðið svo kalt á kvöldin sem þýðir bara að kvöldmaturinn verður að ylja okkur út í gegn. Þá kynnum við til sögunnar þessa fallegu súpu sem hentar þeim sem eru vegan og paleo.

 

Engifer- og gulrótarsúpa

Hráefni:

1 msk kókosolía

1 meðalstór laukur, saxaður

1 hvítlauksgeiri, saxaður

3 msk engifer, saxað

450 g gulrætur, án hýðis og saxaðar

950 ml grænmetissoð

415 ml kókosrjómi eða -mjólk

1/2 tsk salt + meira ef vill

 

Aðferð:

Byrjið á að setja kókosolíuna í meðalstóran pott og bræða hana yfir meðalháum hita. Bætið lauk, hvítlauk og engiferi við og eldið í um 5 mínútur. Bætið gulrótum og soði við og látið blönduna sjóða. Lækkið hitann og leyfið blöndunni að malla þar til gulræturnar eru mjúkar, um 25 mínútur. Hrærið kókosmjólkinni eða -rjómanum varlega saman við. Ef þið eigið töfrasprota er tilvalið að nota hann til að mauka allt saman. Einnig er hægt að hella súpunni í blandara og mauka hana þannig. Bætið salti við og berið fram.