FréttanetiðMatur & drykkir

Þessa súpa er svo fáránlega einföld… og GÓMSÆT – UPPSKRIFT

Góð súpa getur gert kraftaverk. Þetta er ein slík en hún er afar einföld.

Kjúklingasúpa

Hráefni:

3,7 lítrar vatn

2 kjúklingakraftsteningar

1/2 laukur, skorinn smátt

3 sellerístilkar, skornir smátt

2 bollar saxaðar gulrætur

1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita án hýðis

5 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 kjúklingabringur, skornar í bita

1 1/2 bolli eggjanúðlur

Aðferð:

Setjið vatn, teninga, grænmeti og hvítlauk í stóran pott og látið sjóða yfir meðalháum hita. Bætið kjúklingnum við, setjið lokið á pottinn og leyfið þessu að malla í eina og hálfa klukkustund. Setjið eggjanúðlurnar út í nokkrum mínútum áður en súpan er tilbúin. Þetta er ekki flókið!