FréttanetiðHeilsa

Hún ÞYNGIST alltaf YFIR HÁTÍÐARNAR… en EKKI eftir að hún PRÓFAÐI þessa SNILLD

Ef þú ert ein/n af þeim sem þyngist yfir hátíðarnar og hleypur síðan eins og hamstur í ræktinni í upphafi nýs árs þá skaltu lesa þetta og ekki hika við að prófa þessa líkamshreinsun sem við viljum benda þér á.

Fólk hefur tileinkað sér fjölmargar mismunandi hreinsunaraðferðir sem ætlað er að skola eiturefnum úr líkamanum, hreinsa húðina, hressa líkamann við og að ekki sé minnst á að líta vel út.  Ein aðferð stendur upp úr því hún gengur ekki út á að þú finnir fyrir hungri eða vanlíðan.

Kvíði samhliða djúskúr veit ekki á farsæla lausn
Margir hafa reynt við djús-hreinsun sem er góð að margra mati en þannig fær líkaminn steinefnin og vítamínin sem hann þarfnast. Safarnir gera líkamanum kleift að halda í orkuna og virknina.  Andoxunarefnið sem er bæði í ávöxtum og grænmeti hjálpa húðinni að endurnýja sig en ef þú ert með vandamál eins og ójafnvægi og / eða kvíða í hormónum er safakúr ekki besta hreinsileiðin fyrir þig.

Súpuhreinsun er góð
Þess vegna viljum við benda þér á að grænmetissúpur eru sérstaklega góðar ef vilt hreinsa líkamann vegna þess að þær innihalda flókin kolvetni en ávextir innihalda meiri sykur sem kemur ójafnvægi á orkuflæðið. Eiginleikar súpuhreinsunar eru: minni bólgur en ella, aukin orka, sjúkdómavarnir, endurbætur á frumum, þyngdartap og hrein húð.

Það sem gerir súpuhreinsun góða fyrir þig er að þú fyllir magann og vökvar líkamann á sama tíma.  Súpan er afeitrunarefni sem sér líkamanum fyrir næringarefnum og efnasamböndum sem gera líkamanum eingöngu gott. Með því að afeitra líkamann ert þú að bæta starfsemi lifrarinnar,  þarmanna, nýranna, eitlanna, lungnanna og húðarinnar.

Súpuhreinsun inniheldur krydd, fitusýrur og amínósýrur sem örva kroppinn. Súpan er full af trefjum og frábær uppspretta orku. Þú kemur jafnvægi á þyngdina, stjórnar blóðsykri og bætir geðheilsu ef þú tekur af skarið.

Hvernig er besta að byrja á súpuhreinsun og það í desember? Það er nefnilega auðveldara en þú heldur. Rétt súpa hreinsar kroppinn á 3 dögum. Fyrsti áfanginn gengur út á að byrja á degi eitt. Ekki hugsa um framhaldið.  Drekktu súpuna í þrjá daga samfleytt og borðaðu eftir það eins og þú ert vanur eða vön að borða.  Magnið sem þú ættir að inntaka á þessum þremur dögum er frá fimm til sex súpudiskum á dag. Ef það er ekki nóg skaltu ekki hika við að fylla á skálina eða bollann. En gakktu bara úr skugga um að undirbúa þig vel, sofa nægilega vel og vera jákvæður/jákvæð. Hafðu súpuna ávallt tilbúna og útbúðu hana eins og þér þykir hún best. Heita eða kalda, skiptir ekki máli.

Nokkur ráð: Notaðu krydd sem hefur lækningamátt og inniheldur næringarefni sem eru góð fyrir þig. Ekki gleyma að drekka vatn (1-2 lítra yfir daginn) eða einfaldlega þegar þig þyrstir í vatn.  Vatn fjarlægir eiturefni og losar þig við úrgang eins og súpan nema að hún nærir þig á sama tíma. Þú finnur orkuna rísa upp með þessari þriggja daga skolun.

Búðu til súpuna með dags fyrirvara í það minnsta. Skipulag og góður undirbúningur er mikilvægur. Svo skaltu ekki láta slá þig út af laginu þó að fólk borði konfekt eða smákökur í kringum þig. Æfðu þig að segja ,,nei takk”. Ekki básúna að þú sért að hreinsa líkamann. Þá hugsar þú stöðugt um það.

Þú getur búið til þína eigin hreinsunar súpu með miso, grænmetisseyði, allskyns kryddjurtum eins og túrmerik, engifer, kúmen, hvítlauk, kanil og svo lengi mætti telja.  Grænmetið er líka mikilvægt:  Kale, spínat, kúrbít, blaðlaukur, laukur, gulrætur og svo framvegis. Svo eru kartöflur eða sætar kartöflur mjög góður kostur. Ekki gleyma prótein hliðinni og bæta til dæmis við: baunum,  linsubaunum eða hnetum.  Svo er um að gera að nota kókosolíu, ólífuolíu, avókadó, ghee og avókadóolíu. Þessi heilbrigða fita fær líkamann til að blómstra á heilbrigðan máta. Sagt er að fitan skoli fitunni úr líkamanum.  Svo gerir þú blönduna þína og drekkur hana í þrjá daga.

Hér eru þrjár detox-súpu uppskriftir sem þú átt eftir að elska:

Broccoli hreinsunarsúpa
2,5 bollar spergilkál
3 sellerí stiklar
1 laukur (fínt skorinn)
1 bolli kale eða spínat
2 gulrætur (skrældar og fínt hakkað)
2 bollar grænmetiseyði
½ tsk salt
Safi af ½ sítrónu
2 msk kókosolía
2 msk kollagen (valfrjálst)
Bæta við vatni ef þörf krefur

Leiðbeiningar: Í fyrsta lagi hita kókosolíuna í potti og síðan bæta við lauknum, selleríinu og spergilkálinu. Eldaðu og hrærðu í pottinum í 5 mínútur. Bættu seyðinu við og láttu súpuna sjóða í 5 mínútur þangað til hún er mjúk blandan.

Gulrótar – engifer hreinsunarsúpa
1 kg gulrætur (hakkaðar)
2 laukar (skrældir og hakkaðir)
6 bollar grænmetiseyði
3 msk ferskur engifer (rifinn)
3 hvítlaukgeirar (hakkaðir)
1 bolli kókosmjólk
klípa af salti, svörtum pipar (og laukdufti eftir smekk)
2 msk ghee eða kókosolía
2 matskeiðar af próteini eða kollagenduft (valfrjálst)
Bæta við vatni ef þörf krefur

Aðferð: Settu gulrætur, seyði, engifer og hvítlauk í pott. Blandið þessu saman og látið suðuna koma upp. Næst skaltu bæta við lauk og ghee. Settu síðan allt í blender og blandaðu saman þar til allt er slétt og þykkt. Að lokum skaltu bæta við kókosmjólk og kryddjurtum og hræravel.

Bauna hreinsunar súpa
¼ bolli kókosolía, ólífuolía eða ghee
2 stórar sætar kartöflur (skrældar og hakkaðir)
1 epli (skrældar og hakkaðaðar)
1 lítill hvítur laukur (hakkaður)
2 stórar gulrætur (skrældar og hakkaðar)
½ bolli rauðar linsubaunir (skola áður)
½ teskeið cumin
½ tsk chili duft
½ tsk papriku duft
4,5 bollar grænmetisseyði
1 tommur ferskur engifer (skrældur og hakkaður)
Salt og svartur pipar eftir smekk
Bæta við vatni ef þörf krefur
Aðferð: Fyrst skaltu hita upp olíu á miðlungs hita. Í pottinn skaltu bæta við  hökkuðum sætum kartöflum, gulrætum, epli og lauk. Sjóddu í um 10 mínútur. . Bættu síðan linsubaunum, engiferi, kúmeni, chili-duftinu, paprikuduftinu og seyðinu í pottinn. Látið súpuna sjóða og láttu hana vera á plötni þar til allt orðið mjúkt (30 mínútur). Hrærðu í súpunni þar til hún verður jöfn og þykk.