Fréttanetið



Matur & drykkir

Súkkulaðibitakaka er ekki bara súkkulaðibitakaka… og þessi hér er ROSALEG – UPPSKRIFT

Nú nálgast jólin óðfluga og byrjað er að selja jólaskraut í verslunum og margir farnir að huga að því hvað eigi að gefa ástvinum sínum í jólagjöf.

Það er órjúfanlegur partur af aðventunni hjá mörgum að baka jólasmákökur og ef ykkur vantar uppskrift að geggjuðum súkkulaðibitakökum þá þurfið þið ekki að leita lengra. Þessar eru rosalegar.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

225 g smjör

1 bolli púðursykur

1 bolli sykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

1 1/2 tsk instant kaffi

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

400 g hveiti

340 g súkkulaði

Aðferð:

Saxið súkkulaðið í meðalstóra bita. Brúnið helminginn af smjörinu. Það er gert þannig að smjörið er brætt í potti og síðan látið malla þar til það byrjar að freyða, er orðið brúnt á litinn og farið að lykta eins og karamella. Síðan er brúnaða smjörinu, púðursykri og sykri blandað saman og svo er afganginum af smjörinu blandað saman við. Bætið síðan eggjum við, eitt í einu, og síðan vanilludropum, kaffi, matarsóda og salti. Bætið hveiti varlega saman við og síðast er súkkulaðinu bætt við. Setjið plastfilmu yfir deigið og kælið það í ísskáp í að minnsta kosti hálfan sólarhring. Hitið ofninn í 180°C, búið til litlar kúlur úr deiginu og bakið í 10 til 12 mínútur.

DSC_0464_cookies_01-1024x678