FréttanetiðFólk

Stunda framhjáhald á Facebook – MYNDIR

Sagt er að samfélagsmiðlar eins og fésbókin geri fólki auðveldara fyrir að halda fram hjá maka sínum af því að hægt er að skipuleggja slíkan verknað í smáatriðum á einfaldari hátt en áður.  En svo virðist sem brjálaðir elskendur hafi fundið leið til að hefna sín til baka – og noti einmitt þessa sömu miðla til að afhjúpa kærustur og kærasta sem svíkja þá.  Fólk nýtir sér nú samfélagsmiðlana í miklu meira mæli til að upplýsa frændfólk og vinahóp um svikulan maka eða ástmann eða konu.

Láta verkin tala
Sumir láta verkin tala eftir að hafa komist yfir einkaskilaboð þar sem makinn er búinn að eiga í daður-sambandi eða byggja upp eitthvað annað og mikið meira með þriðja aðila og láta heiminn vita af svikunum. Aðrir ganga skrefinu lengra með mynd af framhjáhaldinu þegar þeir ná að mynda framhjáhaldið og setja myndina svo inn á samfélagsmiðilinn svo allir sjái hvað fór fram.

Sumir grandalausir fésbókarnotendur verða fyrir aðkasti frá hinum eða hinni sviknu á tímalínunni sinni. Þar sem miðlarnir hafa löngum verið nýttir til að flytja gleðifréttir af pörum eða fjölskyldu allt frá því að tilkynna um nýja sambandið, nýfætt barnið og svo giftinguna en þessi leið leið til að upplýsa frændhópinn um stöðu sambandsins getur greinilega virkað í báðar áttir.

Sambandið ,,flókið”
Kona ein upplýsti vini sína um það að samband hennar breyttist frá því að vera ,,trúlofuð” yfir í það að vera ,,flókið” þar sem maki hennar póstaði síðan fyrir neðan að það væri reyndar ekkert flókið að hún hefði verið gripin með nokkra í takinu.

Hatar framhjáhaldara (kærastann)
Annað par reifst opinberlega á síðunni sinni eftir að kærastan póstaði því á facebook að hún hataði framhjáhaldara og að hún væri komin með ógeð á kærastanum.  Sá hinn sami skaut til baka: ,,Vertu ekki með þessa hræsni, ef ég man rétt hætti ég með þér fyrir 2 árum af því að þú hélst framhjá mér. Karmað nær þér! … góða besta!!”

??????????????????????

Afhjúpaði flókið ástarlíf sitt
Fyrir aðrar konur er samsetning á ótrygglyndi og samfélagsmiðlum hættuleg blanda. Ung kona á þrítugsaldri afhjúpaði flókið ástarlíf sitt og skrifaði: ,,Ég er með 41 árs gömlum manni því ég er svo grunnhyggin og set fjárhagslegt öryggi ofar öllu öðru.  Ég laug að kærastanum mínum og sagði honum að ég væri heima. Hann kom fyrr heim úr vinnunni og fann út að ég var ekki heima.  Ætli það sé ekki réttur tími bara til að hefja nýtt líf með þessum gaur sem er nógu gamall til að geta verið pabbi minn.”  Þá skrifar þessi þrítuga kona: ,,P.s. ekki byrja í sambúð með kærastanum, halda framhjá honum með gaur sem er tvisvar sinnum eldri en þú og skilja fésbókina þína opna á tölvunni hans á sama tíma!!”

Kæró með kynsjúkdóm
Kona ein fann ástæðu til að upplýsa heiminn um stöðuna á kynheilsu kærastans síns: ,,Næst þegar þú ákveður að halda oft framhjá frábæru kærustunni þinni vertu þá viss um að þú notir smokk, svo allur heimurinn þurfi ekki að smitast af veirusýkingunni sem þú gengur með eða öllu heldur klamydíu. Viltu svo reyna að fullorðnast á sama tíma. Versta ósk sem hægt er að hugsa sér!”

framhjahaldblunda
Jessica birti þessa mynd á Facebook en hún fann bolinn í svefnherberginu.

Fann blúndubol undir dýnunni
Öskureiða kærasta, hún Jennifer, birti mynd af sexí topp með blúndum, með eftirfarandi texta: ,,Hæ stelpur! … ég fann þennan topp á milli dýnunnar og náttborðsins hjá kærastanum, já reyndar fyrrverandi kærastanum. Hann segist ekki hafa neina hugmynd um hver á hann! … Stærðin er small og hann er keyptur í Target, vinsamlega deilið póstinum ég vil vera viss um að hann komist í hendur eigandans.”

framhjahaldeiginkonan

Elskhuginn þurfti að sinna eiginkonunni
Sum skilaboð eru bara fyndin þó óviljandi sé sem kvartaði: ,,Jæja allir ég er aftur orðin einhleyp. En ég er bara ekkert að fárast yfir því því af hverju í ósköpunum ætti ég að vilja vera með gaur sem stundar framhjáhald!”

Facebookvinkona svaraði þessari færstlu:  ,,Já, þú átt sko betra skilið, karlmenn fara svo í taugarnar á mér,” … og bætti svo við ,,hvað gerðist?”.

Konan svaraði: ,,Hann þurfti að sinna eiginkonunni!”.

Þú skildir fésbókina þína eftir opna (… fáviti)
Í mörgum skilaboðum leynast hint um að makinn eigi ekki að skilja fésbókina eftir til skoðunar fyrir hinn aðilann. Kona ein nýtti tækifærið og sagði upp kærastanum honum Marshall í beinni útsendingu á síðunni hans. ,,Kæri Marshall! .. þú skildir fésbókina þína eftir opna! Ég vil bara að þú vitir hvað mér finnst það sætt að sjá hvað þú daðrar við gífurlegan fjölda kvenna. Þetta er lítilsvirðing fyrir mig .. en nú færðu að finna minn sársauka. Fyrirgefðu en ég var bara ekki nógu góð til að þú gerðir mér þetta ekki!!”