FréttanetiðFólk

STEINI mokar út ÍSLENSKUM ullarvörum á SECRET SOLSTICE… sjáðu MYNDIRNAR

Hönnuðurinn Steini, maðurinn á bak við fatamerkið STEINIDESIGN, er einn af fjölmörgum á nlistarhátíðinni Secret Solstice sem er með sölutjald í Laugardalnum.

Við spjölluðum við Steina sem mokar svoleiðis út ullarvörunum sem eru framleiddar úr íslenskri ull. Þessi ungi efnilegi hönnuður sem hannar af þvílíkri ástríðu leggur nefnilega gríðarlega mikla áherslu á að allt sé 100% íslenskt sem hann hannar og saumar.

,,Ástæðan fyrir því að ég byrjaði er vegna þess að ég elska ullina og áferðina og allt á henni. Mig langaði til þess að taka ullina meira inn í streetwear fíling þess vegna fór ég að hanna  úr íslenskri ull. Ég vildi hafa hana eingöngu framleidda á Íslandi. Þannig að þetta er allt framleitt og hannað á Íslandi,” segir Steini þegar tal okkar hefst.

steini33

Spurður um ullarbrókina og hermannamunstrið segir Steini:
 
,,Afi minn í gamla daga var alltaf í ullarbrókum eða síðbrók eins og þær voru kallaðar á sínum tíma. Mig langaði að gera þær kúl þannig að hægt væri að klæðast þeim dagsdaglega.  Svo gerði ég peysurnar við, sem eru hettupeysur, en þær eru söluhæsta flíkin mín í dag.”

,,Hermannamunstrið er alltaf kúl og það kemur alltaf aftur og aftur. Ég hef séð hérna á Secret Solstice að það eru rosalega margir í camouflage buxum, bolum og peysum. Þetta er eitthvað sem dettur aldrei út eins og mörg munstur gera. Þetta fer alltaf í hringi,” segir hann.

IMG_0743
Lærði af mömmu
,,Ég lærði að sauma sjálfur af mömmu minni. Ég hef ekki lært fatahönnun en þetta er svolítið svona meðfætt og mikill áhugi fyrir tísku og hönnun. Það kveikti áhuga minn.  Ég byrjaði hjá Cintamani fyrir níu árum í hönnunardeildinni hjá þeim og ákvað svo að fara að hanna mína eigin línu undir mínu nafni; Steini,” segir hann einlægur.
steini44
,,Hermannamunstrið er vinsælt,” segir Steini.
steini11
IMG_0788
steini_design
Hönnun Steina fæst í Cintamani og Hörpu.
steini22

Steini Design á Facebook
Steini á Instagram

secrets
Smelltu HÉR til að skoða myndir frá hátíðinni.

 

snapp
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is