FréttanetiðMatur & drykkir

Klárlega LANGBESTU steikur Íslands… STEIKHÚSIÐ ROKKAR

- Veitingarýni Fréttanetsins
Steikhúsið
– Tryggvagata 4-6
Klárlega bestu steikur Íslands
– Topp þjónusta
– Afslöppuð stemning

f. utan

Það var ljúf stemmning á Steikhúsinu sem er staðsett í Tryggvagötu í hjarta Reykjavíkur þegar Fréttanetið pantaði borð með litlar sem engar væntingar. Rómuðu steikur staðarins og sósuúrvalið var eitthvað sem ákveðið var að prófa.  Steikurnar svoleiðis slógu í gegn hver á eftir annarri og það sama verður sagt um humarinn sem var fullkominn. Þjónustan var óaðfinnanlega góð þrátt fyrir annasamt kvöld. Þá er matseðillinn fjölbreyttur og einfaldur þegar kemur að samsettum réttum þar sem gestir ráða för.


steikhus_surf_turf

Nautalund, humarhali, smjörsteikt smælki og piparsósa. Himnarnir opnast þegar þú upplifir þessa dásemd. 

Gæðahráefni
Réttirnir sem boðið er upp á eiga það sameiginlegt að þeir innihalda séríslenskt gæðahráefni og það sem gerir upplifunina einstaka er að gestir setja saman diskinn sinn þegar kemur að meðlæti, sósum og þyngd steikarinnar.

Steikurnar sem í boði eru; eru naut, lamb eða hross og svo má ekki gleyma sjávarréttunum sem fá topp einkunn.   Réttirnir voru hver öðrum gómsætari og eintaklega vel útilátnir.  Bragðlaukarnir dönsuðu og ekki skemmdi fyrir að huggulegheitin réðu ríkjum.

IMG_3280
Þegar lagt er af stað í ævintýri kvöldsins fá gestir dúnmjúkt brauð og séríslenskt smjör.

thjonusta_steik
Árni Kristjánsson þjónn með meiru dansaði um salinn og dekraði við gesti. Hér heldur hann á geysivinsælum rétti Steikhússins sem nefnist Gæðablandan eða Best choice eins og hann er kallaður á ensku.  Hér er á ferðinni vel útilátinn forrétta-platti með fjórum smáréttum: Grilluð hrefna sem var tekin af grillinu á meðan hún var enn heit og steikt medium rare og framreidd með chilli og tamarin. Hörpuskelin var guðdómleg með grænertumauki. Mjúkskelja krabbi og smá chilli majo. Túnfiskurinn er trylltur með tómat-marmelaði.

IMG_3289
Humar tempura kallast þessi ljúffengi smáréttur þar sem humarinn er djúpsteiktur, borinn fram með skelfisksoði, humarfroðu og gúrku relish. Sósan er mögnuð en þessi humar-réttur hefur verið á matseðli staðarins síðan hann opnaði – sem er fullkomlega skiljanlegt því hann er geggjaður.

salur01
Huggulegheitin ráða ríkjum á hlýlegu Steikhúsinu.

IMG_3295
Nautalund & humar. Með grilluðum humrinum, sem er búið að elda í smjöri og hvítlauk, og nautalundinni, er borinn fram grillaður spergill. Sætar djúpsteiktar kartöflurnar skornar í litla bita og bearnessósan eru ,,to die for”.  Í boði er að velja um nokkrar gerðir af sósum; Gráðostasósa, bearnaisesósa, hvítlaukssósa, rauðvínsgljái, kremuð piparsósa, kryddsmjör eða chimichurri. Allar alveg ótrúlega bragðgóðar sósur. 

IMG_3292

Surf´n turf. Steikur og humar af fjórum gerðum sem framreitt er að hætti hússins. Eins og sjá má er rétturinn vel útilátinn. Þvílík unun fyrir bragðlaukana með sósum sem gestir velja sjálfir.  Ef þú hefur ekki upplifað þetta stórkostlega ævintýri Steikhússins skaltu gera eitthvað í því.

IMG_3298
Hilmar, Bjössi og Atli sáu til þess að allt gekk eins og í sögu á annasömu kvöldi Steikhússins.  Þeir gáfu sér þó nokkrar sekúndur til að leyfa ljósmyndaranum að smella af mynd.

steik_eftirrettur
Alsæla í krukku. Jarðaber, pistasía, marengs, jógúrtfroða. Þessi eftirréttur toppaði svo sannarlega upplifunina eftir dýrindis máltíð. Léttur og bragðgóður.


Steikhúsið matreiðir nautasteikur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur og fellur óaðfinnanlega að vinnslu- og eldunaraðferðum kokksins. Ef þú vilt snæða bestu steik sem hægt er að fá á Íslandi þá skaltu panta borð á Steikhúsinu.

Steikhúsið:  *****  fimm stjörnur (fullt hús).
Steikhúsið er á Facebook

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is