FréttanetiðHeilsa

SNJALL-síminn SÝÐUR í þér HEILANN… lestu ÞETTA ekki seinna en NÚNA

Snjallsímarnir sem við notum alla daga eru hannaðir til að gefa frá sér blátt ljós í því skyni að hjálpa okkur að lesa af skjánum sama hvort það er rigning, sól eða snjókoma. En þetta ljós skín stöðugt og þá meinum við stöðugt –  allan daginn – alltaf. En ljósið skín ekki eingöngu frá símanum, heldur líka tölvunni og sjónvarpinu.

Umrætt ljós ruglar heilastarfsemina því það hermir eftir geislum sólar eða birtu sólar. Þannig að þegar þú starir á símann þinn yfir hánóttina þá heldur heilinn að það sé dagur og starfar út frá því.  Þess vegna hættir heilinn framleiðslu melatóníns og þá er ekkert annað en svefnörðugleikar sem taka við.  Þetta er ástæðan fyrir því sérfræðingar mæla með því að þú notir ekki undir neinum kringumstæðum rafeindatæki nokkrum klukkustundum áður en þú ferð að sofa og passir vel upp á að svefnherbergið sé algjörlega laust við raftæki þegar þú leggst til hvílu.

Af hverju? Jú, það er nefnilega lítið líffæri sem staðsett er í heilanum eða öllu heldur heilaköngli sem framleiðir melatónín sem er virkt í nokkrar klukkustundir áður en farið er að sofa.  Augað skynjar nefnilega allt og sendir skilaboð til heilans þar sem melanopsin staðsett er í sjónfrumunum sem bregðast við bláa ljósinu sem logar stöðugt af raftækjum.  Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að símanotandi sem starir á símann sinn fyrir svefn á erfitt með að sofna eða dreymir illa og nær ekki þessari slökun sem hvíld veitir. Börn og unglingar eru enn viðkvæmari við þessum neikvæðu áhrifum snjallsíma þar sem circadian hrynjandi svokallaður vaktar umhverfið og viðkomandi fær þar af leiðandi röng skilaboð um hvað tímanum líður.