FréttanetiðMatur & drykkir

Slepptu SNAKKINU… og fáðu þér þetta í staðinn – UPPSKRIFT

Margir elska að hafa það kósí og opna jafnvel snakkpoka þegar vel liggur á þeim. En hvernig væri að sleppa óholla snakkinu og búa til gulrótarflögur í staðinn? Þær eru hollar, innihalda fáar kaloríur og eru líka mjög góðar.

Gulrótarflögur

Hráefni: 2 stórar gulrætur1/2 tsk ólífuolía

1/8 tsk sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Þvoið gulræturnar og takið hýðið af. Skerið gulræturnar í þunnar sneiðar og setjið þær í skál. Hellið ólífuolíu yfir sneiðarnar og stráið salti yfir þær líka. Blandið vel saman. Raðið sneiðunum í einfalda röð á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 15-20 mínútur, eða þar til flögurnar eru stökkar. Kíkið á þær reglulega svo þær brenni ekki.