FréttanetiðFólk

Smá klípa af TURMERIK… er jafn árangursrík… og EIN KLUKKUSTUND í ræktinni

Að hreyfa sig er lífsnauðsynlegt, það vita allir. Ný rannsókn sýnir að túrmerik þykkni er líka ákaflega gagnlegt til að viðhalda heilsu hjartans. Einkum er það sérstaklega áhrifaríkt fyrir konur sem upplifa aldurstengdar breytingar í slagæðum.  Hefðbundin lyf innihalda aldrei sömu innihaldsefni og turmerik og því er konum ráðlagt að neyta turmerik, sér í lagi þegar aldurinn færist yfir. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að túrmerik-neysla er afar áhrifarík leið til að sporna við hjarta- og æðasjúkdómum.

Rannsókn sem fram fór á síðasta ári á vegum American Journal of Cardiology sýndi fram að túrmerik þykkni dregur úr líkunum á hjartaáfalli.  Þá sýnir önnur undraverð rannsókn frá 2012 fram á að efnið curicumin sem er í túrmerik (en það gefur því gullna litinn) lagar æðavirknina hjá konum svipað og þjálfun gerir. Þessi rannsókn, sem birt var í tímaritinu, Nutrition Research, var gerð á 32 konum eftir tíðahvörf og stóð yfir í 8 vikur.

Notast við ómskoðun
Konunum var skipt í þrjá hópa: þær sem hreyfðu sig ekki, þær sem stunduðu líkamsrækt og þriðji hópurinn sem hlaut alls enga meðferð. Rannsakendur könnuðu stöðuna á æðum kvennanna sem kallast æðaþeli. Notast var við ómskoðun til að mæla flæðið í slagæðum og útvíkkun þeirra hjá konunum. Mýkt æðanna og æðaþel í slagæðunum var sérstaklega rannsökuð. Veggir í æðum þátttakenda sýndu breytingar vegna ýmissa þátta þegar leið á rannsóknina. Sú breyting sem kom sterklega fram hjá konunum sem tóku hvorki inn turmerik né hreyfðu sig sýndi fram á æðakölkun.

Fyrsti hópurinn voru konur sem neyttu 150 gr af túrmerik þykkni daglega í 8 vikur sem samsvarar 25 gr af curcumin, sem er virkasta innihaldsefnið í túrmeriki en það hefur öflug bólgueyðandi áhrif og inniheldur mjög sterkt andoxunarefni. Meðan á rannsókninni stóð gerðu konurnar í hópunum engar breytingar á mataræðinu sínu.

Seinni hópurinn æfði oftar en 3 sinnum í viku. Þær hreyfðu sig daglega hvort sem það var á reiðhjóli eða göngu í 30-60 mínútur samhliða æfingunum.  Í fyrsta áfanganum höfðu 60% þátttakenda hámarks hjartsláttartíðni og 70-75% hámarks hjartsláttartíðni þegar leið á rannsóknina. Rannsakendur komust að því að regluleg neysla curcumin á móti reglulegri þolþjálfun bætti verulega æðaþels virknina í æðunum.  Þá bendir allt til þess að curcumin getur komið í veg aldurstengda lækkun á innanþekju í æðum hjá konum eftir tíðahvörf.

Jafnvel þó að þessi rannsókn hafi gengið út á heilsufar kvennanna þá er augljóst að túrmerik neysla getur komið í staðinn fyrir reglulegar heimsóknir í ræktina.  Ein klípa af turmerik (sjá mynd efst í grein) gerir sama gagn og klukkustundarlöng æfing eða hreyfing.

Á hinn bóginn þá er ekki æskilegt að skipta út líkamsþjálfun fyrir túrmerik til að viðhalda heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma.  Þrátt fyrir útkomuna í rannsókninni. Samsetning af æfingum og turmerik er án efa besta lausnin.

klosettferd
Ef þú ert að upplifa hormónabreytingar … skaltu lesa ÞETTA.