FréttanetiðMatur & drykkir

SLEF… þessa köku… verða allir SÚKKULAÐIFÍKLAR að prófa – UPPSKRIFT

Ef þú elskar súkkulaði þá verður þú að prófa þessa köku. Hún er einfaldlega ekki af þessum heimi!

Súkkulaðifíklakaka

Hráefni – kaka:

400 g smjör, skorið í teninga

400 g dökkt súkkulaði, saxað

6 stór egg

1 1/2 bolli sykur

1 1/4 bolli hveiti

Hráefni – krem:

255 g dökkt súkkulaði, saxað

1 1/4 bolli rjómi

Aðferð:

Byrjum á kökunni. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið þrjú hringlaga kökuform sem eru 22-23 sentímetra stór. Bræðið smjör og súkkulaði saman í örbylgjuofni. Blandið eggjum og sykri vel saman í annarri skál í 2-3 mínútur eða þar til blandan er ljós og létt. Bætið hveitinu varlega saman við og því næst súkkulaðiblöndunni. Hrærið þar til áferðin er líkt og krem eða súkkulaðimús. Deilið deiginu á milli kökuformanna og bakið í 16-19 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.

Setjið súkkulaðið í skál og hitið rjómann í örbylgjuofninum í 90 sekúndur eða þar til hann byrjar að sjóða. Hellið helmingnum af rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið vel í blöndunni. Hellið síðan restinni af rjómanum saman við og hrærið vel. Leyfið kreminu að kólna þar til það nær stofuhita áður en þið setjið það á kökuna. Gott er að hræra af og til í kreminu svo það harðni ekki.

Setjið 1/4 af kreminu á einn kökubotn og síðan annan ofan á. Endurtakið með hina botnana og hyljið síðan kökuna með restinni af kreminu. Njótið!