FréttanetiðHeilsa

Sláandi upplýsingar… þetta gerist… þegar þú drekkur kók

Við vitum öll að kók er uppfullt af sykri og þú getur í skyndi notað það til að hreinsa klósettið þitt svo hátt er sýrustigið. En nú er kominn tími til að fletta hulunni af því hvernig kók virkar á líkama þinn.  Við getum þakkað Niraj Naik fyrir að hulunni er aflétt.

Hann er einn af mörgum sem standa á bak við vefsíðuna ,,Lævísi lyfjafræðingurinn” eða The Renegade Pharmacist sem hefur nú upplýst nákvæmlega hvað það er sem gerist fyrstu 60 mínúturnar þegar fólk innbyrðir kók.

1. Fyrstu 10 mínúturnar
10 teskeiðar af sykri flæða inn í kerfi líkamans sem er 100% af ráðlagðum dagskammti. Ástæðan fyrir að þú bókstaflega kastar ekki skyndilega upp af öllum þessum sætindum er sú að fosfórsýra deyfir bragðið og hjálpar þér þannig að halda drykknum niðri.

2. Næstu 20 mínúturnar
toppast blóðsykurinn í þér og spýtir inn insúlíni í allt kerfið. Lifrin bregst við þessu með því að umbreyta öllum sykri sem hún kemst í tæri við beint í fitu og á þessum tímapunkti eru sykurbirgðirnar nægar.

3. Næstu 40 mínúturnar
Upptöku koffeinsins er lokið. Augasteinarnir í þér þenjast út, blóðþrýstingurinn þinn rýkur upp, til að bregðast við því kastar nú lifrin frá sér meira af sykri út í blóðið. Adenósín móttakarnir í heilanum þínum eru núna blokkeraðir, sem kemur í veg fyrir að þú finnir til slappleikans, sem þú ættir að finna við þessar aðstæður.

4. Innan 45 mínútna
Eykur líkaminn framleiðslu á dópamíni, sem örvar vellíðunarstöðvar heilans. Heróín virkar í grunninn á sama máta, bara svo þú vitir af því.

5.  Innan 60 mínútna
Fosfórsýran bindur kalsíum, magnesíum og zink í smáþörmunum og gefur þannig meira eldsneyti til efnaskiptanna. Þetta er hægt með miklu magni af sykri og gervi-sætuefnum sem eykur líka á losun kalsíums í gegnum þvag.

6. Eftir 60 mínútur
Þvagræsieinkenni koffeinsins koma í ljós og þú þarft að pissa. Þetta tryggir að þú losar þig við kalsíumið, zinkið og magnesíumið sem hefur nú bundist með þessum hætti en var á leið til beinanna þinna, auk þess sem natríum, sölt og vatn fara sömu leið út úr líkamanum.

7. Eftir 120 mínútur
Þegar ballið er svo búið í kerfum líkamans verður mikið sykurfall. Þú gætir orðið smá pirruð eða pirraður og fundið fyrir leti. Þú hefur einnig þegar hér er komið sögu bókstaflega pissað út öllu vatninu sem kókið innihélt. En áður en það gerðist tókst þér að blanda saman við það öllum þeim góðu efnum, sem líkami þinn var á leiðinni að fara að nota í beinauppbyggingu, jafna út vökvagildi líkamans, og byggja heilbrigðari bein og tennur.

Fólk gerir sér enga grein fyrir hættunni
Á fyrrnefndri síðu heldur Naik svo áfram: ,,Ég uppgötvaði einnig að einn af kveikjuþáttum ýmissa algengra sjúkdóma vesturlandabúa eins og offita, hjartasjúkdómar og sykursýki gætu verið nátengdur einni matartegund sem finnst í mikið af unnum fæðuvörum og drykkjum – frúktósi í formi maíssíróps.

,,Maíssíróp finnst meira eða minna í flestum unnum matvörum eins og tilbúnum réttum, skyndibitum, sætum og gosdrykkjum og flest fólk gerir sér enga grein fyrir hættunni sem þetta veldur.”

Lævísi lyfjafræðingurinn sagði við Huffpost að sér væri það mikið í mun að uppfræða fólk um fæðuval eftir að honum tókst sjálfum að læknast af afar slæmu og krónísku ofnæmis-ástandi. ,,Ég notaði ólíkar aðferðir sem ég lærði af öðru fólki sem hafði náð árangri með því að lækna sig sjálft,” útskýrir hann.

,,Aðferð mín er blanda af sjálfs-dáleiðslu, hugleiðslu, sérstökum öndunaræfingum sem eru upprunnar frá munkum í Himalaya-fjöllunum. Ég er á lágkolvetnakúr sem er alveg laus við verksmiðjuframleiddar matvörur og tek sérstakt fæðubótarefni sem heitir Colostrum.”

Þegar Naik starfaði sem lyfjafræðingur segist hann með góðum árangri hafa getað hjálpað fólki að hætta að nota langtímalyf – sérstaklega tengt heilsubrestum eins og of háaum blóðþrýstingi og sykursýki.

,,Margir helltu daglega í sig gosdrykkjum og margir sem þurftu að taka ýmis lyf drukku allt upp í 2-3 dósir á dag. Í einu tilviki var gaur að taka öll þau lyf sem til eru undir sólinni við hjartasjúkdómum og hellti svo miklu meira af gosdrykkjum en þetta í sig á hverjum degi.”

Naik fór í gegnum daglega fæðuinntöku sjúklingsins með honum og fann út að hann var að drekka allt upp í 15 kaffibolla á dag og með hverjum þeirra fékk hann sér 2/3 msk af sykri.

,,Það var ennþá meira áfall fyrir mig að læknirinn hans hafði ekki spurt hann einu sinni að því hvað hann legði sér til munns eða neytti af drykkjum og setti hann svo bara á afar sterk lyf það sem eftir var.  Þetta varð til þess að lyfjafræðingurinn útbjó loks sitt eigið kerfi til að hjálpa sjúklingum að læknast á því sem hrjáði þá.”

,,Fyrsta ráðið sem ég gaf sjúklingunum var að skipta einfaldlega út og setja inn vatn með ferskri sítrónu eða límónu í stað gosdrykkjanna.  Í mörgum tilfella hafði þessi einfalda breytingar ótrúlegar breytingar í för með sér á heilsu sjúklingsins.  Það eitt sýnir fram á að gosdrykkir og sykur eru afar stór þáttur tengdur blóðsykurs- og efnaskiptasjúkdómum líkt og sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómar.”

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið