FréttanetiðFólk

Sláandi LÍKAR – hvernig er þetta hægt – MYNDIR

Francesca Brown er 31 árs gömul leikkona sem býr í London og er henni oft ruglað saman við söngkonuna Katy Perry. Þegar myndir af Francescu eru skoðaðar er það ekki að undra, enda er hún sláandi lík poppstjörnunni.   Í nýlegu viðtali við Elle sagði Francesca frá því að þessi sterki svipur með söngkonunni hefði samt sem áður haft verulega neikvæð áhrif á leiklistarferil sinn.

katyp2 katyp1

Alltaf borin saman við Katy
„Ég fór í prufur og var alltaf borin saman við Katy Perry. Oft var það svo að leikstjórum fannst hún alltof lík Katy og töldu að það gæti mögulega ruglað áhorfendur.

Hún reyndi hvað hún gat til þess að draga úr líkindum sínum við Katy en ekki hjálpaði það að Katy Perry er sannkallað kamelljón en hún á það til að breyta útliti sínu ansi ört.


katy99
„Ég reyni að breyta verulega til, eins og að flétta hárið mitt allt aftur eða að vera nánast ómáluð,” segir Francesca.
katy3

Francesca vinnur nú að mestu sem eftirherma söngkonunnar en slík verkefni þurfti hún að taka að sér til þess að ná endum saman. Þetta var sterkur leikur hjá henni en Francesca hefur tekið að sér alls kyns verkefni þar sem hún kemur fram sem Katy Perry. Hún var meðal annars fengin til þess að ganga rauða dregilinn í Cannes sem söngkonan glæsilega og vakti hún mikla athygli þar. Þegar hún hins vegar fer í leiklistarprufur þá reynir hún eftir bestu getu að líkjast henni sem minnst.

tvifarar
Katy Perry, David Beckham og George Clooney? Nei, ekki alveg þetta er Francesca og félagar hennar í tvífarabransanum.

„Það er erfitt að finna hárlit sem Katy Perry hefur ekki prófað. Ég prófaði að vera með venjulegan brúnan hárlit og var borin saman við Katy. Þá prófaði ég að vera með ljóst hár en var samt ruglað saman við hana. Þá varð Katy ljóshærð og ég prófað því að vera svarthærð.“

katyogRitaOra
Francesca með vinkonu sem er tvífari Ritu Ora.

Þrátt fyrir þau óþægindi sem fylgja því að vera tvífari söngkonunnar þá segir Francesca að það hafi líka verið jákvætt þar sem aðdáendur Katy séu mjög glaðir og hreint dásamlegir. Fólk þekkir Francescu út á götu og biður hana um eiginhandaráritun eða ljósmyndir, jafnvel þegar hún stekkur inn í búð að versla.

„Ég segi fólki frá því að ég sé ekki hún og verð því að valda þeim vonbrigðum, ef það er barn sem kemur til mín þá getur það verið alveg hrikalega leitt. Það er eins og ég hafi sagt þeim að það sé enginn jólasveinn til!“