FréttanetiðFréttir

Sko… það borgar sig að nota GETNAÐARVARNIR… því konur sem gera það… stunda miklu meira KYNLÍF

Ný rannsókn frá Johns Hopkins Bloomberg School of Public Health sýnir fram á að konur sem nota getnaðarvarnir stundi meira kynlíf en konur sem gera það ekki. NPR segir frá þessu.

210 þúsund konur voru beðnar um að fylla reglulega út kannanir frá árinu 2005 og útkoman var að 90 prósent kvennanna sem notuðu getnaðarvarnir voru búnar að stunda kynlíf einhvern tímann fjórum vikum fyrir könnunina. Aðeins 72 prósent þeirra kvenna sem notuðu ekki getnaðarvarnir voru búnar að stunda kynlíf.

Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni voru frá ýmsum löndum en Suzanne Bell, sem vann við rannsóknina, segir að enginn mælanlegur munur hafi verið á milli landa.