FréttanetiðHeilsa

SKJALDKIRTILLINN gerði henni LÍFIÐ LEITT… þar til hún ákvað að GERA ÞETTA

Vandamál sem tengjast skjaldkirtlinum eru því miður mjög algeng en sumir eru ekki einu sinni meðvitaðir um að þeir þjást einmitt þess vegna. Skjaldkirtillinn sér um umbrot og orku líkamans en hann er mikilvægur hlekkur í einstaklega flóknu kerfi sem skjaldkirtilshormónar líkamans stjórna. Þau vandamál sem tengjast skjaldkirtlinum er vissulega hægt að meðhöndla með reglulegri hreyfingu, réttu mataræði, hvíld og streitulausu lífi.  Í dag er stöðugt leitast við að finna orsök vandans með umræðu um heildræna lækningu og ekki síður leit að árangursríkri meðferð til að meðhöndla þennan skjaldkirtils-vanda.

Hér langar okkur að benda ykkur á nokkrar leiðir til að græða skjaldkirtilinn:

Hámarkaðu neyslu vítamína eins og A, D, og ​​K2 því þessi vítamín eru mjög mikilvæg fyrir skjaldkirtilshormóna og almenna heilsu. Samkvæmt nýlegri rannsókn þá leiðir skortur á þessum vítamínum til vandamála í skjaldkirtli.  Fáðu leiðbeiningu varðandi vítamínkaup í heilsuverslunum.

Þang og aðrar vörur unnar úr sjó eru góðar fyrir líkama þinn. Þú ættir að leitast við að neyta reglulega þörunga og mataræðis sem er sprottið úr sjó.

Kókoshnetuolía er holl. Þessi olía hefur góð áhrif á líkama þinn á fjölmargan máta svo þú ættir að nota þessa olíu eingöngu í eldamennskuna. Hún sér til þess að þú tapir umfram þyngd, bætir efnaskiptin og eflir ónæmiskerfi þitt. Kókoshnetuolían er afar mikilvæg fyrir skjaldkirtilinn.  Þess vegna ættir þú að neyta að minnsta kosti matskeið af þessari olíu á dag.

Forðastu gluten. Gluten getur leitt til sjálfsofnæmis hjá mörgum og það er einmitt talið leiða til skjaldkirtilsbólgu hashimotos, sjálfsofnæmis sem er skjaldkirtilssjúkdómur.

Ef þú ert að takast á við skjaldkirtils vandamál vegna áverka, alvarlegs þunglyndis eða stöðugu álagi þá ættir þú samhliða þessum ráðum hér að ofan að reyna slökunartækni eins og jóga, hugleiðslu eða tai chi.  Þar að auki er mikilvægt að þú borðir ekki hnetusmjör eða hnetur því þær innihalda goitrogens.