FréttanetiðHeimili

Skilur straujárnið þitt… eftir BLETTI í fötum? Ekki hafa áhyggjur… það er ekkert mál að laga það – HÚSRÁÐ

Það er voðalega leiðinlegt þegar straujárnið er byrjað að skilja eftir bletti í fötum en það er ekkert mál að þrífa straujárnið.

Það sem þú þarft er:

Ein örk af pappír, borðsalt og rakur klútur.

Helltu miklu magni af salti á pappírinn og renndu heitu straujárninu yfir pappírinn nokkrum sinnum. Taktu síðan straujárnið úr sambandi og leyfðu því að kólna áður en þú strýkur yfir það með rökum klút. Öll óhreinindi festast við saltið og því losnarðu við þau þegar þú strýkur yfir straujárnið með klút.