FréttanetiðHeimili

Skemmist matur oft hjá þér? Lestu þá þetta… FJÓRTÁN LEIÐIR til að halda matnum ferskum

Það er margt hægt að gera til að fresta því að matur skemmist en hér eru fjórtán leiðir til að halda matnum ferskum.

1443478177-syn-cos-1443451869-paper-towel-in-salad

1. Settu bréfþurrkur í salatpokann

Þurrkurnar draga í sig raka sem getur orðið til þess að ferskur matur skemmist. Þessi aukavökvi lekur þá ekki heldur í grænmetisskúffuna sem er stór plús.

2. Ekki taka banana í sundur áður en þú borðar þá

Galdurinn við að halda banönum gulum er að halda þeim saman eins lengi og hægt er. Vefjið plastfilmu um endana og takið síðan aðeins banana frá hinum þegar þið ætlið að borða hann.

3. Settu epli í kartöflupokann

Epli framleiða etílengas sem heldur kartöflum ferskum og stinnum.

1443478180-syn-cos-1443452346-apples-in-plastic-bag

4. Ekki geyma epli með hinum ávöxtunum og grænmetinu

Etílengas er gott fyrir kartöflur en vont fyrir önnur matvæli. Geymdu eplin í plastpoka inni í ísskáp, fjarri öðru grænmeti og ávöxtum.

5. Þvoið ber upp úr ediki

Baðaðu berin upp úr 1 bolla af ediki og 3 bollum af vatni áður en þú setur þau í ísskápinn. Þá mygla þau ekki nærri því strax. Passaðu bara að þurrka þau vel áður en þú setur þau inn í ísskáp.

1443478182-syn-cos-1441191112-screen-shot-2015-09-02-at-115105

6. Ekki setja tómata í ísskáp

Góð vísa er aldrei of oft kveðin en tómatar eru ekki gerðir fyrir kulda. Ókei?

1443478183-syn-cos-1443452837-screen-shot-2015-09-28-at-160652

7. Vefjið álpappír um sellerí

Sellerí endist bara í mesta lagi í tvær vikur í plastfilmu en ef þú vefur álpappír utan um það endist það mun lengur.

1443478185-syn-cos-1443452950-herbs-in-water

8. Meðhöndlið ferskar jurtir eins og blómvönd

Geymið ferskar jurtir í vatnsglasi í gluggasyllunni – alveg eins og blómvönd.

9. Og þegar jurtirnar fara að fölna, frystið þær í ólífuolíu

Saxið jurtirnar, setjið þær í ísmolabakka og hellið ólífuolíu yfir þær. Frystið þær svona og þær endast í marga mánuði.

1443478187-syn-cos-1443453165-gettyimages-166262945

10. Geymið sveppi í bréfpoka

Plastið fer illa í sveppina og veldur því að þeir draga í sig raka. Í bréfpoka haldast þeir hins vegar hreinir og þurrir.

11. Leyfið lárperu að þroskast við stofuhita

Ekki setja lárperuna inn í ísskáp heldur vefjið dagblaði utan um hana og leyfið henni að þroskast við stofuhita.

1443478201-syn-cos-1443453416-184bmhseac3urjpg

12. Setjið laukinn í sokkabuxur

Ef þú átt gamlar sokkabuxur sem hafa munað fífil sinn fegurri settu þá lauk í þær, einn í einu og passaðu þig á að binda hnút á milli allra laukanna. Geymdu herlegheitin síðan á dimmum, þurrum stað þangað til þig vantar lauk.

13. Geymið rúsínur í lofttæmdum umbúðum

Annars bara þorna þær og minna frekar á gúmmí en mat.

14. Baðið salatið upp úr ísvatni

Ef salatið er farið að fölna er um að gera að baða það upp úr ísvatni í fimm til þrjátíu mínútur. Það hressir það rækilega við.