FréttanetiðHeilsa

Skelltu þessum ÞREMUR hráefnum í blandara… og þú ert komin með MEINHOLLA súkkulaðiköku – UPPSKRIFT

Þú þarft bara þrjú hráefni til að búa til þessa geggjuðu, hollu súkkulaðiköku. Og við erum að tala um engan sykur, engin egg og ekkert hveiti.

Holl súkkulaðikaka

Hráefni:

3 meðalstórir frosnir bananar

1/2 bolli möndlusmjör (eða annað hnetusmjör)

2 msk – 1/4 bolli kakó (því meira sem þú notar því meira kakóbragð)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið lítið form – til dæmis brauðform. Setjið öll hráefni í blandara og blandið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið deiginu í formið og bakið í um 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið berið hana fram.