Drottning Letizia, eiginkona Felipe Spánarkonungs, er ávallt smekkleg í klæðaburði. Ef þú skrollar niður síðuna sérðu hvað við erum að tala um. Við tókum saman nokkrar myndir af drottningunni sem hafa verið teknar af henni á opinberum vettvangi undanfarin ár.
Letizia hefur verið dugleg við að styðja spænska hönnuði en brúðarkjóllinn hennar var eftir uppáhalds hönnuðinn hennar Felipe Varela.
Spænsku konungshjónin eiga tvær dætur, Leonor sem er 9 ára og Sofiu 8 ára.