FréttanetiðHeilsa

SJÖ GÓÐAR ÁSTÆÐUR… fyrir því að sofa NAKINN… þetta viltu lesa

Margir sofa í engum fötum en það hefur afskaplega góð áhrif á líkama og sál eins og lesa má á vefsíðunni Daily Life Tip.

1. Þú hægir á öldrunarferlinu og verður fegurri og unglegri

Ef þú sefur nakin/n í herbergi þar sem er 21°C hiti þá ýtir það undir losun á hormóninu calledmelatónín sem hægir á öldrunarferlinu. Þá eykur þetta einnig vöxt á hormóninu í líkamanum. Þetta hormón getur einnig bætt íþróttahæfileika manns. Ef of mikill hiti er inni í herberginu hamlar það vöxt á hormóninu.

2. Þú verður hamingjusamari og losnar við streitu

Að sofa nakin/n eykur losun á hormóninu oxytócín sem er einnig kallað ástarhormónið. Þetta er kraftmikið hormón sem eykur vellíðan og kemur við sögu þegar við stundum kynlíf og fáum fullnægingu. Það bægir frá stressi og þunglyndi og minnkar óróa í maga. Þá lækkar það einnig blóðþrýsting. Þetta hormón dafnar best þegar tveir einstaklingar sofa naktir hlið við hlið í rúmi.

3. Þú sefur betur

Ef þér er of heitt eða of kalt á nóttunni sefur þú ekki eins vel og ef líkamshiti þinn er í góðu jafnvægi. Það er því gott að hafa hitann rétt stilltan í herberginu (21°C) og sofa nakin/n.

4. Þú lækkar magn cortísól og kemur líkamanum í lag

Ef þú sefur illa losnar hormónið cortísól úr læðingi sem er líka kallað streituhormónið. Þá fara svengdarhormón einnig á kreik sem öskra á feitan og kaloríuríkan mat. Ef þú sefur illa á líkaminn einnig erfitt með að brenna fitu.

5. Þú bætir ónæmiskerfið

Meira oxýtócín og minna cortísól verður til þess að ónæmiskerfið styrkist.

6. Þú verndar kynfæri fyrir sýkingu

Bakteríur þrífast í röku umhverfi þannig að konur, ef þið sofið naktar við rétt hitastig getur það gert það að verkum að þið losnið við kynfærasýkingar. Það loftar betur um sköpin þegar þið sofið naktar og þið getið kvatt hvimleiðar sveppasýkingar.

7. Kyngeta karlmanna eykst

Eistun njóta sín betur þegar þau eru ekki hlekkjuð í klæði en ef þau eru kappklædd minnkar það sæðifrumumagnið. Viljum við það? Ó, nei!