FréttanetiðFólk

Sjáðu hvað gerist fyrir geimfara… þegar þeir snúa aftur til jarðar… gefðu þér tíma til að horfa á þetta MYNDBAND

Hver hefði trúað því að það að ferðast út í geim gæti verið svona sérstök upplifun? Jú, líklega allir. Þessir fyrrverandi geimfarar lýsa því í myndbandinu hér fyrir neðan þannig að upplifunin að sjá jörðina frá þessu sjónarhorni geri það að verkum að allt breytist – ekki nóg með að þeir verða einstaklega hugfangnir heldur byrja þeir að sjá tilveruna og allt sem er  –  á allt annan hátt en áður.

,,Þú þróar með þér skyndilega og ákafa samkennd með öllum heiminum. Þér verður annt um fólkið og þú upplifir sterka gremju yfir öllu sem er ábótavant í heiminum og þú færð sterka þörf fyrir að bæta hlutina á einhvern hátt, láta til þín taka. Þarna frá tunglinu þá virðast manni stjórnmál heimsins svo óttalega kjánaleg. Þú færð jafnvel hvöt til að rífa í einhvern stjórnmálamann, taka hann hálstaki, drusla honum út í geiminn og segja við hann:  Sjáðu þetta auminginn þinn,” sagði Edgar Mitchell – geimfari með Appollo.

Gefðu þér tíma til horfa:


EH
Fréttanetið