FréttanetiðFólk

Sjáðu af hverju… þú átt að BORÐA chia-fræ DAGLEGA

Þú spyrð eflaust hvað er chia fræ? Mikill fjöldi manna og kvenna hefur aldrei heyrt af þessu fræi þótt það hafi verið til staðar í þúsundir ára. Chia fræ var notað sem ein aðal undirstaðafæðan hér áður fyrr,  hluti af trúarathöfnum og til lækninga. Sem segir allt sem segja þarf.

Hverjir eru helstu kostir chia fræsins? Chia er ríkasta planta veraldar því hún inniheldur omega 3 fitusýrur, prótein, trefjar og fjöldan allan af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Chia fræ er frábært fyrir endurnýjun húðarinnar og það sem betra er, þá brennir fræið fitu, styrkir líkamann og hefur jákvæð áhrif á meltingarfærin. Næringarfræðingar eru sammála um að chia fræ er best til neyslu ef þér finnst þú vera slappur eða slöpp og orkulaus.  Þess vegna eru chia fræin vinsæl hjá fólki sem hreyfir sig daglega.

Af hverju ættir þú að borða chia fræ á hverjum degi? Því þessi tegund inniheldur ekkert glúten. Fræið er hátt í trefjum og bætir meltinguna. 20% hlutfall af chia fræi er ómega 3 fitusýrur og því er það besta fæðan sem þú getur látið inn fyrir þínar varir ef þú vilt styrkja heilann og hjartað.

– Chia fræ inniheldur átta sinnum meira af Omega 3 fitusýrum en lax.

– Það inniheldur 20% prótein og 8 tegundir af amínósýrum.

– Fræið er mjög öflugt andoxunarefni og hefur fjórum sinnum meira andoxunarefni en bláber.

– Það inniheldur fimm sinnum meira kalk en mjólk og sjö sinnum meira C-vítamín en appelsínur.

– Chia fræ inniheldur tvisvar sinnum meira kalíum en banani.

– Það inniheldur þrisvar sinnum meira járn en spínat.

Það eflir húð, hár og neglur. Það hefur jákvæð áhrif á blóðsykurgildin í blóðinu og því er fræið tilvalin fæða fyrir sykursjúka. Chia fræ inniheldur 37% af næringar trefjum sem örva vinnslu þarma og svo má ekki gleyma að rannsóknir hafa sýnt fram á að chia fræ fyrirbyggir ristilkrabbamein.

Hversu mörg fræ þarf að borða til að sjá og finna jákvæð áhrif?
Næringarfræðingar mæla með einni matskeið af chia fræjum daglega.

Hvernig er best að borða chia fræ?  Chia fræ hafa mjög vægt og skemmtilegt bragð. Einfaldasta leiðin er að blanda fræjunum út í grauta eða smoothie. Setja fræin í salat eða í baksturinn. Ef þú vilt fá þér hrein chia fræ þá skaltu láta þau liggja í vatni í 15 mínútur áður en þú borðar þau en þá ná þau að blása út og verða 10 sinnum stærri – svona svipað og haframjölið.  Þá eru chia fræin mjög góð blönduð saman við kókosmjólk eða möndlumjólk.