FréttanetiðFréttir

Situr barnið þitt svona? STÖÐVAÐU það núna… það gæti verið STÓRHÆTTULEGT

Margir krakkar sitja alltaf í svokallaðri W-stöðu, með fætur til hverrar hliðar þar sem hnén snúa fram en fætur aftur. En samkvæmt fjölmörgum sjúkraþjálfurum er þessi setustaða afar slæm.

Aðalástæðurnar fyrir því að barnið þitt ætti ekki að sitja í W-stöðu eru eftirfarandi:

  • W-staðan takmarkar kraft í kvið og mjóbaki því börnin fá meiri styrk annars staðar frá. Þess vegna þurfa þau ekki að reyna á kviðinn og bakið í þessari stöðu og það er ástæðan fyrir því að margir krakkar sitja svona – það er auðveldara.
  • W-staðan veldur þrengslum í vöðvum, sérstaklega í fótleggjum og mjöðmum en líka í hnjám og ökklum.
  • W-staðan ýtir undir taugavandamál eins og óheilbrigt ástand vöðva. Það þýðir að ákveðnir vöðvar slappast niður því börnin nota þá ekki. Það getur leitt til þess að börn eiga erfitt með að standa upprétt.

Sjúkraþjálfarar eru sammála um að ef börn sitja oftast svona í barnæsku geti seinkað á líkamlegum þroska þeirra og þau átt erfitt með samhæfingu og jafnvægi.