FréttanetiðFólk

Eldhúsið hennar lyktaði ILLA og var fullt af BAKTERÍUM… þar til hún framkvæmdi þessa SNILLD

Margir eru meðvitaðir um þá staðreynd að sítróna er fullkomin afurð jarðar til að útrýma lykt og bakteríum. Af hverju? Jú, af því að sítrónan er stútfull af steinefnum, vítamínum og öðrum næringarefnum með frábæran læknandi eiginleika. Sítrónan berst gegn gerlum, veirum, bakteríum og hún verndar húð, hjarta og hár. Þar að auki auðgar ávöxturinn bragð þegar kemur að ýmsum drykkjum og mataruppskriftum.

Hins vegar eru ekki allir sem vita að sítrónan getur í raun eytt slæmri lykt úr rými eins og eldhúsi. Þá drepur sítrónan gerla og bakteríur sem eiga það til að myndast á yfirborði eldhúss.

Láttu sítrónu standa í 24 klst
Hér viljum við benda þér á skothelt húsráð sem er öflugt gegn illa lyktandi eldhúsi. Þú skerð þú sítrónu í fernt eins og sjá má á myndinni en passaðu þig að skera sítrónuna ekki í sundur – hún þarf að vera föst saman.  Næst skaltu strá salti yfir opna sítrónuna og láta hana standa í miðju eldhúsinu í sólahring í það minnsta.  Sítrónan dregur úr slæmri lykt og veitir rýminu góðan ferskan ilm.

Sótthreinsaðu rýmið algjörlega
Þá er gott að taka þrjár sítrónur og sótthreinsa rýmið almennilega samhliða þessu húsráði. Þú byrjar á því að kreista allan safann úr sítrónunni og blandar salti við hann, vatni og sápu. Þú notar síðan þessa blöndu til að sótthreinsa húsið. Gott er að nota spreybrúsa.  Blandan útrýmir bakteríum, gerlum og veirum.

Gangi þér vel!