FréttanetiðFólk

Sex staðreyndir um GIN… sem þú hafðir ekki hugmynd um

1. Náttúrulega kryddað
Í gini má finna nokkur náttúruleg innihaldsefni sem skapa þetta sérstaka ginbragð. Má þar nefna koríander, sítrónugras og svartan pipar.

2. Inniheldur fáar kaloríur
Ef þú ert ein/n af þeim sem spáir í kaloríufjölda þá er gin drykkurinn sem einkaþjálfararnir ráðleggja fólki oftar en ekki að drekka ef það kýs að drekka áfengi yfir höfuð. Gin inniheldur meltingarensím sem koma í veg fyrir að fólk þenjist út eins og af bjórdrykkju til að mynda. Mikilvægt er hinsvegar að minna fólk á að sykraðir gosdrykkir í bland við gin búa til kaloríubombu.

gin_1

3. Bólgueyðandi
Það er gamalt húsráð að láta rúsínur liggja í gini áður en þær eru snæddar til að meðhöndla ýmsa líkamlega kvilla eins og liðagigt og bólgur.

4. G&T – tónik drepur malaríu
Gin og tónik er vinsæl samsetning um allan heim. Kínín-ið í tónikinu veitir vörn gegn malaríu.

5. Stútfullt af andoxunarefni
Einiberin í gini eru stútfull af andoxunarefnum sem hjálpa sindurefnum í líkamanum að berjast gegn krabbameini.

6. Gott fyrir nýrun
Gin er á við þvagrásarlyf því það hjálpar til við að hreinsa nýrun og þvagfærin.