FréttanetiðHeilsa

SEX HLUTIR… sem gerast… þegar þú drekkur ekki nóg af VATNI

Það er mikilvægt að drekka nóg af vatni yfir daginn því þetta gerist ef þú sleppir að drekka vatn:

1. Þú ert líklegri til að glíma við heilsufarsleg vandamál

Ef þú drekkur nóg af vatni dregur það úr líkunum á nýrnasteinum, ýmsum tegundum af krabbameini og hjartaáfalli.

2. Það hægist á efnaskiptunum

Grunnbrennslan þín, kaloríurnar sem brennast í hvíld, er hraðari ef þú drekkur meira vatn.

3. Þú verður að hugsa lengur til að ljúka verkefnum

Heilinn minnkar ef við drekkum ekki nóg vatn og því þurfum við að reyna meira á okkur til að leysa einföld verkefni.

4. Þú borðar meira

Talið er að þeir sem drekka mikið vatn yfir daginn borði að meðaltali 200 færri kaloríur en þeir sem drekka lítið sem ekkert vatn.

5. Þú færð fleiri hrukkur

Vatn er gott fyrir húðina og gefur þreyttri húð fallegan ljóma.

6. Þú verður niðurdregin/n

Ef þú drekkur ekki nóg vatn eru meiri líkur á að þú finnir fyrir þreytu, reiði, þunglyndi og streitu.