FréttanetiðHeilsa

Segðu BLESS við bakverkina… ENDANLEGA

Setverkir myndast þegar taugarnar í neðra baki klemmast saman og leiða til verkja og jafnvel doða niður í fótleggina. Þessi sársauki á sér stað í neðra baki og nær alla leið niður í lærin, fætur og rasskinnar.

Þrýstingsminnkun
Ef þú kannast við lýsinguna hér fyrir ofan viljum við benda þér á æfingarnar sem sjá má á myndinni efstí grein en þær losa um hryggjarliðina og þar með ættu klemmdar taugar að fara í fyrra horf. Þessar æfingar eru kallaðar McKenzie æfingar sem margir sjúkraþjálfarar og kírópraktorar mæla með.   Þú heldur báðum fótleggjum upp við líkama þinn í 10 sekúndur eins og sjá má á myndinni. Hér er um að ræða áhrifaríka leið til að draga úr sársaukakanum.  Þá leggstu á bakið og lyftir einum fæti í einu fimm sinnum hverju sinni og þrýstir hryggnum niður í gólf eins og sýnt er á mynd. Þú getur gert þessar æfingar á stofugólfinu heima.

Ráðfærðu þér við sjúkraþjálfara eða lækni áður en þú byrjar að æfa þig ef þú ert bakveik/ur.

Hiti og klakar
Hér er annað ráð við bakverkjum en þessar andstæður eru góðar og draga úr bólgu og verkjum. Notaðu hitapoka og íspoka til skiptis. Hitinn hjálpar þér við að losa um vöðvana og ísinn dregur úr bólgunum.

Nálastungur 
Þá er það þriðja lausnin. Settaugabólgu-einkenni minnka til muna með nálastungum. Þessi aðferð virkar þannig að nálar eru staðsettar á sérstaka staði og valda þar með einskonar ör-árverkum á vöðvana sem leiðir til losunar á endorfíni í líkamanum.  Endorfínið hefur róandi áhrif á taugarnar og létta á vöðvaverkjunum. Þú tapar ekki á að fara í nálastungumeðferð til fagaðila.

bakverkur
Losaðu þig við bakverkinn. Sjá HÉR.