FréttanetiðFólk

Saumurinn nánast sprakk í andlitið á henni… ekki fyrir viðkvæma… bara alls ekki – MYNDIR

Chloe Meade, 21 árs, er heppin að vera á lífi eftir skelfilegar afleiðingar eftir skurðaðgerð á þörmum sem endaði á því að hún fékk 20 sentímetra langan saum þvert yfir magann.

magi3
Hér er Chloe sátt eftir að sárið byrjaði að gróa.

Chloe var lengi að jafna sig eftir aðgerðina því saumurinn nánast sprakk eftir að sýking kom í sárið.   ,,Þetta var eins og eitthvað atriði úr hryllingsmynd – örið á mér opnaðist alveg,”  segir Chloe.

magi1
,,Ég gat séð beint í gegnum örið nánast inn í magann á mér.”

Chloe var send í aðgerðina með stuttum fyrirvara. ,,Aðeins nokkrum vikum eftir aðgerðina kom sýking í sauminn á maga stúlkunnar.   ,,Ég áttaði mig á því að ekki var allt með felldu en ég reyndi mitt besta til að vera jákvæð,” segir Chloe sem bólgnaði öll upp og byrjaði að taka inn stera til að draga úr bólgum en vatnssöfnun myndaðist í kjölfar aðgerðarinnar og Chloe byrjaði að þyngjast hratt. ,,Allur líkami minn var fullur af vatni,” útskýrir Chloe.

magi2

,,Ég var á sjúkrahúsi í þrjá mánuði áður en ég fékk að fara heim. Það var mikill léttir þegar sárið byrjaði loksins að gróa og sýkingin fór.”

Þegar sár myndast hefst flókið ferli sem lýkur jafnan með því að sár grær. Sárgræðsluferlið felur í sér samskipti ýmissa fruma og boðefna líkamans. Flest sár gróa vandræðalaust án inngripa eða afskipta, önnur sár gróa með hjálp einfaldra inngripa og enn önnur sár þurfa sérhæfða meðferð eins og í tilfelli Chloe.