FréttanetiðFólk

Sannar hryllingssögur – alls ekki fyrir viðkvæmar sálir

Ekki lesa þessar sönnu reynslusögur ef þú treystir þér ekki til þess. Hér höfum við tekið saman 16 tilvitnanir frá barnfóstrum sem hafa upplifað ung börn ræða óskiljanlega upplifun.

Þegar börn segja furðulegar sögur eru þær yfirleitt sætar, sakleysislegar og krúttlegar. En það kemur líka fyrir að þau segja frá hræðilegum óskiljanlegum hlutum þannig að foreldrarnir verða dauðhræddir og barnapíurnar bókstaflega fríka út af hræðslu. Setningar sem koma upp úr börnum valda stundum titringi og hrolli sem þú vilt ekkert endilega heyra. Þannig að þú skalt hætta að lesa núna ef þú treystir þér ekki í framhaldið.

1. Talaði við vegginn
Ég var að passa ungan dreng og við vorum að horfa saman á sjónvarpið í kjallaranum á heimili hans. Skyndilega hleypur hann til og slekkur á sjónvarpinu. Síðan snýr hann sér við og starir á vegginn á bak við okkur. Hann starir í heilar 3 mínútur og segir síðan: ,,Ekki núna.”. Síðan kveikir hann aftur á sjónvarpinu og heldur áfram að horfa. Nokkrum mínútum síðar snýr hann sér aftur að veggnum og segir: ,,Ég skal bara leika við þig seinna.”. Ég nánast dó úr hræðslu og gat ekki beðið eftir að foreldrar hans kæmu loksins heim.

2. Strákur í skápnum
Fyrir tveimur árum var ég að fletta í gegnum nemenda-annálsbókina mína með litlu 5 ára frænku minni. Þegar við komum að blaðsíðunni þar sem sjá mátti annars árs bekkinn minn þá benti hún á mynd af einum strák og sagði: ,,Hann er alveg eins og Nicolas”. Þegar ég spurði hver Nicolas væri sagði hún: ,,Strákurinn sem býr í skápnum mínum,” og svo hélt hún áfram að skoða myndirnar í bókinni eins og ekkert væri eðlilegra.  Ég dó næstum úr hræðslu.

3. Fljúgandi frænka í rauðum kjól
Litli frændi minn talaði oft um konu sem heimsótti herbergið hans á næturna. Hann sagði að hún væri klædd í rauðan kjól, héti Frannie og að hún væri alltaf að syngja fyrir hann. Svo sagði hann mér að hún væri alltaf í loftinu í herberginu hans. Hún flygi þar um.

4. Hitt barnið sem enginn sá nema hún
Fyrir nokkrum árum var ég að svæfa dóttur vinkonu minnar. Hún var þá þriggja ára gömul og hún barðist alltaf á móti því að vilja fara í rúmið. Hún spurði mig af hverju hún þyrfti að fara að sofa og ég svaraði: ,,Af því að klukkan er orðin svo margt og núna eiga litlar stelpur að fara í háttinn.”. Hún benti þá á ekki neitt hinu megin í herberginu og spurði alvörugefin: ,,Hvað með þessa litlu stelpu, þarf hún ekki að fara að sofa líka?”.

5. Sá stóru systur sem lést í móðurkviði 
Lítil börn vita oft skrýtna hluti eins og frænka mín er fjögurra ára gömul og er alltaf að tala um ,,stóru systur sína”. Hún er líka alltaf að tala við hana.  Þessi stelpa er einbirni og hefur enga hugmynd um að móðir hennar missti fóstur nokkrum árum fyrir fæðingu hennar. Svo lýsir hún nákvæmlega útliti systur sinnar sem gerir þetta ennþá óhuggulegra fyrir alla.

6. Sá konuna sem hékk í loftinu
Ég var að flýta mér á klósettið heima hjá móðursystur minni þegar ég sá Apríl litlu frænku mína sitja í tröppunum. Hún var þá fjögurra ára gömul en hún var alveg einstaklega ör sem barn. Hún sat þarna í óða önn að gretta sig og sveifla og geifla sig. Ég spurði  hvað hún væri að gera. Þá sagði hún: ,,Ég er að herma eftir konunni með fléttuna”. Ég leit í kringum mig og sá engan nema okkur tvær. Ég spurði auðvitað: ,,Hvar er konan Apríl?”og hún benti strax á ljósgeisla sem sveif svona fram hjá okkur samsíða tröppunum. Ég spurði þá: ,,Hvað er konan að gera” og hún svaraði: ,,Hún er að búa til alls konar grettur”. Ég hugsaði ekki meira um þetta og hélt áfram upp tröppurnar en þegar Apríl sagði svolítið sem fékk mig til að snarstansa: ,,Fléttan á henni er í kringum hálsinn á henni”. Mér dauðbrá og bað Apríl um að endurtaka þetta. Apríl benti upp og sagði: ,,Hún hangir á fléttunni og grettir sig”. Svo lýsti Apríl því þannig með svipbrigðum eins og konan næði ekki andanum.

7. Sá nýlátinn kærasta í tröppunum
Ég missti kærastann minn þegar hann var skotinn fyrir nokkrum mánuðum. Þegar ég fór að heimsækja litla frænda hans nokkrum dögum eftir þennan hræðilega atburð kom hann hlaupandi upp að mér þar sem ég grét. Hann spurði mig af hverju ég væri að gráta og ég sagði honum að ég saknaði kærastans míns sem var nýdáinn. Hann virtist þá nokkuð ringlaður og spurði strax: ,,Af hverju? Hann situr hérna hjá þér á dyratröppunum.”.

8. Þegar þú deyrð ætla ég að setja þig í krukku
Einu sinni var ég að passa litla stelpu sem heitir Sara og hún elskaði að fá mig í heimsókn. Mamma hennar sagði að hún vildi helst af öllu fá mig í heimsókn til að passa sig. Kvöld eitt varð Sara aðeins of áköf með þessa hrifningu og sagði: ,,Þegar þú deyrð ætla ég að setja þig í krukku svo ég geti geymt þig og horft á þig að eilífu.”.

9. Sá barnið á undan öllum
Ég var að passa þriggja ára dóttur nágranna míns, sem leit upp til mín og sagði: ,,Hvenær kemur barnið úr maganum þínum?” Tveimur dögum síðar kom í ljós að ég var ófrísk. Ég hafði ekki hugmynd um það þar til þá.

10. Óhugguleg teikning
Ég horfði á litla frænda minn og spurði hann hvað hann væri að lita. ,,Vél sem brytjar niður beinagrindur,” sagði hann og ég horfði yfir öxlina á honum og sá að hann var ekki að teikna beinagrindavél heldur vél sem reif kjötið utan af beinagrindum.

11. Hún sagði  mér að teikna þetta
Kvöld eitt var ég að passa börn vinkonu minnar. Yngsta barnið þá 5 ára teiknaði mynd af konu sem hékk niður úr loftinu og horfði til mín um leið og hún sagði: ,,Hún sagði mér að teikna þetta, hún er á leiðinni að ná þér. Flýttu þér að fela þig.”.

12. Tyggja bein – hver segir svona
Ég tók þriggja ára son vinar míns og knúsaði hann þegar hann segir mjög alvarlegum tóni við mig: ,,Ég lofa að ég skal aldrei tyggja beinin þín, ég lofa því.”.

13. Myrkrið er að koma
Fyrir nokkrum árum var ég að passa dóttur vinkonu minnar. Þau bjuggu í íbúð með stórum glugga sem vísaði út að veröndinni. Hún gekk upp að glugganum og starði hreyfingarlaus út í nóttina í nokkrar mínútur. Stuttu síðar hljóp hún í fangið á mér og sagði: ,,Ég er hrædd, allt of hrædd.”. Hún leyfði mér ekki að setja sig niður en krafðist þess að ég héldi á sér og ruggaði henni næsta hálftímann. Loks endurtók hún í sífellu: ,,Myrkrið er að koma inn núna, myrkrið er að koma inn núna!”.

14. Fjörugt ímyndunarafl
Ég var að passa 6 ára strák þegar hann tók skyndilega upp hvolpinn sinn, hélt honum uppi og sagði: ,,Krossfestu hann, krossfestu hann, krossfestu hann.”.

15. Sá eitthvað undir rúmi
Ég var að passa lítinn strák, sem vaknaði um miðja nótt öskrandi yfir einhverju sem væri að skríða undir rúminu hans. Ég gáði undir rúmið og sagði: ,,Hvaða vitleysa er þetta. Farðu aftur að sofa það er ekkert undir rúminu”.  Hann starði á mig og sagði: ,,Nei það er rétt. Hann er núna á bak við þig.”.

16. Maðurinn fylgist með þér á meðan þú sefur
Ég var að passa yfir nótt og bæði börnin sem ég passaði voru þekkt fyrir að tala og ganga í svefni. Eldra barnið grét sofandi, stóð upp og læsti sig inni á klósetti, það leið dágóð stund þar til ég náði honum út. Það endaði með því að ég svaf á sófanum. Ég vaknaði síðan um miðja nótt því mér leið eins og einhver stæði yfir mér og starði á mig. Þá stóð drengurinn við hliðina á sófanum mínum. Ég spurði hann: ,,Hvað ertu að gera?” og svar hans var: ,,Maðurinn fylgist með þér á meðan þú sefur.” Síðan labbaði hann sallarólegur aftur í rúmið sitt. Ég svaf ekki meir þá nóttina.

Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið