FréttanetiðHeilsa

Ælir TUTTUGU SINNUM á dag…en er samt EKKI með átröskun

Stephanie Horner er 23ja ára bresk kona sem þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hún ælir stundum allt að tuttugu sinnum á dag, marga daga í röð.

Stephanie fór að finna fyrir þessum óþægindum þegar hún var þrettán ára. Stuttu síðar kom í ljós að hún væri með sjúkdóm sem kallast Cyclical Vomiting Syndrome eða CVS.

Þrír af hverjum hundrað þúsund einstaklingum eru með CVS en sjúkdómnum fylgja uppköst sem geta varað í nokkrar klukkustundir eða marga daga. Ástandið getur orðið svo slæmt að sjúklingar þurfa stundum að liggja í rúminu svo dögum skiptir eða heimsækja bráðamóttökuna.

Stephanie þarf að leggjast inn á spítala einu sinni í mánuði vegna sjúkdómsins. Henni hefur reynst erfitt að haldast í vinnu og þurfti að hætta í skóla fyrir fjórum árum samkvæmt frétt á vef Daily Mail.

„Ég æli á tuttugu mínútna fresti þegar ég er sem verst og inn á milli kúgast ég og reyni að gráta ekki. Þegar ég er mjög slæm þarf ég bara að fara uppá spítala og vera sterk þar til þetta líður hjá,“ segir Stephanie.

ælari