FréttanetiðMatur & drykkir

Saknarðu McDonald’s? Svona gerirðu… BIG MAC-SÓSU – UPPSKRIFT

Ef þú saknar McDonald’s þá ættirðu að skella í þessa Big Mac-sósu. Hún er algjört æði!

Big Mac-sósa

Hráefni:

1/2 bolli majónes

2 msk frönsk salatsósa

1/2 msk sætur súrsaður laukur

1 1/2 msk dill súrsaður laukur

1 tsk sykur

1 tsk steiktur laukur

1 tsk hvítt edik

1 tsk tómatsósa

smá salt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman í skál sem þolir örbylgjuofn. Hitið sósuna í örbylgjuofni í fimmtán sekúndur og hrærið í henni. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið hana í ísskáp í eina klukkustund áður en þið notið hana.