FréttanetiðFólk

Ef þú óttast að verða særður… þá verður þú særður – MYNDBAND

Bandaríski leikarinn Will Smith deilir í myndskeiðinu hér fyrir ofan sannindum sem hann hefur lært og tileinkað sér í gegnum tíðina. Leikarinn ræðir hér hugsanir og orð sem hafa veraldlegan mátt.

Eitt sinn var því haldið fram að að þú ættir að hræðast óttann meira en nokkuð annað og þar hitti viðkomandi naglann á höfuðið. Af hverju? Jú af því að ótti er neikvæð tilfinning og ef þú óttast eitthvað fer öll þín orka og athygli í það sem kemur af stað veraldlegri fæðingu á einhvers konar aðstæðum.

Þetta er ástæðan fyrir því að fólk sem óttast að verða sært, er sært mun oftar en hinir. Eða ef fólk hræðist sjúkdóma og verður svo stanslaust lasið eða veikt. Ef þú óttast að eiga ekki fyrir skuldunum og talar stanslaust um það og hugsar um skuldafenið aftur og aftur – gettu hvað gerist? Mikið rétt skuldirnar halda áfram að hrannast upp með vaxtavöxtum. Það er að segja með þessum hugsunum framkallar þú þann veruleika sem þú einblínir stöðugt á í þínum heimi.

Baðaðu þig upp úr fallegum hugsunum – eingöngu
Þess vegna er bara fínt að baða sig í ótakmörkuðum kærleika, jákvæðum, fallegum orðum, og trúa því alltaf að góðir hlutir komi til þín og séu rétt handan við hornið. Þú átt það skilið það er réttur þinn við fæðingu. Eigðu þennan rétt, samþykktu hann og njóttu hans.

EH
Fréttanetið