FréttanetiðFólk

Hann svaf illa… klæjaði alls staðar… þar til hann ÁTTAÐI sig á þessu VANDAMÁLI… sjáðu MYNDBANDIÐ

Rykmaurar sem þrífast í rúmfötum eða bólstruðum húsgögnum elska dauðar húðfrumur. Þessi sníkjudýr valda ofnæmi og astma ásamt húðvandamálum. Þú sérð þau ekki en það fer ekki á milli mála að þú þarft að hreinsa til hjá þér ef þig svo mikið sem grunar að ekki sé allt með felldu og þá sér í lagi ef þú hnerrar oft, ert með sí-nefrennsli, færð rauð útbrot, kláða, tárvot augu, finnur fyrir þrengslum í öndunarvegi, kláða í nefi, hálsi eða gómi, hóstar oft eða færð þrota í húð.

Fólk með astma mun upplifa öndunarerfiðleika, brjóstverki,  svefntruflanir og þrálátt kvef ef það flatmagar í rykmauraparadís. Þá er ráðlegt að ryksuga og hreinsa allt á heimilinu ef þig grunar að þessi kvikindi halda til hjá þér.

Til að útrýma rykmaurum er til einföld aðferð sem inniheldur:

2 bollar vatn
15-30 dropar Eucalyptus ilmkjarnaolía

Úðaðu blöndunni á allt sem þú getur ekki þvegið í vél.  Hengdu það síðan upp og láttu það þorfna á þurrum stað. Alls ekki í raka. Endurtaktu þetta þrisvar sinnum til að vera viss um að fjarlægja alla rykmaura. Rannsóknir sýna að þessi ilmkjarnaolía skilar árangri því hún er bakteríudrepandi.