FréttanetiðMatur & drykkir

RÚSTIK er best geymda leyndarmálið við Ingólfstorg

- Veitingarýni Fréttanetsins
- Ellý Ármanns skrifar:

Dagurinn var fullur tilhlökkunar að heimsækja veitingahúsið Rústik við Ingólfstorg sem nýlega var opnað eftir gagngerar endurbætur. Var léttleikinn allsráðandi á meðal starfsfólksins og ekki laust við að jólaandinn svifi yfir vötnum þar sem útsýni staðarins yfir jólaskreytingar miðborgarinnar ásamt mannlífi má líkja við listviðburð meðan notið var guðdómlegra veitinga hvort heldur í mat eða drykk sem Rústik býður upp á.

IMG_3772
Þvílík upplifun það var að fá að fylgjast með fagmönnum elda í opnu eldhúsi. Breytingin á þessum sögulega stað sem áður hýsti fálka og kaffibrennslu er frábær.

Íslenskur bragur á matseldinni
Það var ramm íslenskur bragur á matseldinni þar sem boðið var upp á rótargrænmeti, smælkiskartöflur, íslenskt lamb og humar sem var ljúffengur mjög enda veiddur sunnan við Vík í Mýrdal.

Staðurinn umvefur gesti hlýleika strax við innkomu og útsýni frá gluggum staðarins óborganlegt er þar sem mannlífið sér um skemmtunina. Innréttingar, lýsing og hlýja staðarins er eftirtektarverð sem og þjónustulundað starfsfólk.

Upplifunin að sjá kokkana að störfum við undirbúning matar í opnu eldhúsrýminu var einstök.  Að sjá fagmenn að störfum  við matreiðsluna gerir ekki síður mikið fyrir staðinn en hágæða hráefnið sem þar er framreitt.

IMG_3765
Smáréttur gómsætur - Saltfiskur brandaða, ólífur, tómatar, og carpers. Brakandi snilld.

rustic1
Humar í brioche brauði - Pönnusteiktur leturhumar á brioche brauði, fennel og steikt smælki. Safaríkur humarinn með gómsætri dressingu.  Humarinn fékk bragðlaukana til að dansa.

  IMG_3779
Humarpanna – Leturhumar í skel með hvítvíni og skallotlauk er eitthvað sem þú verður að leyfa þér að prófa ef þú elskar humar.

Smjörbragðið íslenska einkenndi alla rétti Rústik og smælkiskartöflurnar ofnsteiktar voru á við snakk eða sælgæti. Hefði verið hægt að borða þær eingöngu.

IMG_3783
Lamb & humar –  Hægeldað lambalærið ásamt vínþrúgum, furuhnetum og rótargrænmeti með kjarnmiklu soði var einstaklega bragðgott. Svo vandað var til verka að rétturinn virkaði léttur í maga þrátt fyrir yfirdrifið magn.   Réttur borinn var fram á pönnu.

fiskur_

Karfinn sló í gegn - Karfinn var fiskur dagsins þetta kvöld.  Stökkur hjúpur og fullkomlega eldaður fiskurinn var steiktur upp úr íslensku smjöri.  Smælkiskartöflurnar voru mjög bragðgóðar.

Það var unaðslegt að stinga gaffli í þessa fallegu rétti sem voru allir með íslensku yfirbragði og fram bornir á einstakan hátt. Framsetning skemmtileg.

rustik_utanfra
Veitingahúsið Rústik er staðsett í hjarta Reykjavíkur við Ingólfstorg.

rustik4 copy
Lamborgari  - 120 gr lambahakk, ísbúi, romaine salat, sultaður laukur, confit tómatar, dillsýrðar gúrkur og piparrótarsósa. Borið fram með steiktu smælki. Þessi hamborgari getur bara alls ekki klikkað!

IMG_3799
Eldað er fyrir opnum tjöldum á Rústik þar sem gestir upplifa frábæra stemningu beint innan úr eldhúsinu.

IMG_3796
Hjónabandssæla með jógúrtís. Af minna tilefni hafa menn brugðið sér bæjarleið en að smakka guðdómlegar veigar og kræsingar er frambornar voru á fallegu kvöldi við undirleik mannlífs og jólastemningu aðventunnar. Fullyrðum við að hvergi í Reykjavík má finna sömu upplifun og hjónabandssælu staðarins.

IMG_3803
Skyrmús, epla granít og dill marengs. Skyrið er einstakt og marengsinn fær himnana til að opnast.  Hver munnbiti er fullkominn með kaffinu sem boðið er upp á.

Rústik
Hafnarstræti 1-3
Reykjavík

***** fimm stjörnur
Réttirnir eru gómsætir, vel útilátnir og verðlag sanngjarnt. Svo má ekki gleyma að minnast á frábært andrúmsloft staðarins. 

Rústik er á Facebook.

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is