FréttanetiðMatur & drykkir

Besta KRYDDBRAUÐ í HEIMI… fullkomið með smjöri og osti… UPPSKRIFTIN á svoleiðis eftir að slá í gegn

Róslín Alma Valdemarssdóttir gefur okkur uppskrift að æðislegu kryddbrauði sem er svakalega bragðgott nýbakað með smjöri og osti.  Hér notar Róslín banana í upskriftina sem gerir hana virkilega ljúffenga.

Kryddbrauð Róslínar Ölmu
3 dl hveiti (rúmlega, bætið við ef þarf)
1/2 dl sykur
1 1/2 dl púðursykur
3 dl haframjöl
2 dl mjólk
1 banani
30 gr smjör
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. engifer
1 tsk. kanill
2 tsk matarsódi

myndkryddbraut

Aðferð: ,,Byrja á að stappa bananann og þeyta hann saman við smjörið, bæti svo mjólk og restinni út í.  Setja hráefnið síðan í smurt brauðform. Bakist á 180 í 50 mínútur,” útskýrir Róslín.

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is