FréttanetiðFólk

RÓSAKAFFI Hveragerði býður upp á BRÖNS… sem ÞÚ VERÐUR AÐ SMAKKA

- Ellý Ármanns skrifar:
– Veitingarýni
Rósakaffi Hveragerði

– Notalegt kaffihús í uppgerðu gróðurhúsi í hjarta Hveragerðis
– Lúxusbröns sem leikur við bragðlaukana, fyllir maga og gælir við sálartetrið
– Þjónustan persónuleg og hröð

- A+

IMG_3655
Einstök Eden-stemning
Það var einstök stemning í loftinu á Rósakaffi í Hveragerði um helgina þegar Fréttanetið kom þar við með litlar sem engar væntingar á fallegum sumardegi með eitt markmið og það var að smakka rómaða brönsinn þeirra. Hér er á ferðinni notalegt kaffihús í uppgerðu gróðurhúsi í hjarta Hveragerðis.

Lúxusbrönsinn hjá Rósakaffi er miklu gómsætari en myndirnar sýna.  Hér er á ferðinni bröns sem kostar aðeins 1990 krónur og kaffi fylgir með. Diskurinn er vel útilátinn með eggjahræru, beikon, skyr-boost, nýbökuðum pönnukökum, sýrópi, ávöxtum, heimabakaðri heilsubollu ásamt smjöri, skinku og osti.

Litla Brauðstofan í Hveragerði bakar rósabrauðið (súrdeigsbrauðið) sem Rósakaffi býður upp á en bollurnar sem eru boðnar upp á með lúxus-brönsinum eru bakaðar á staðnum.

IMG_3656
Bíltúr til Hveragerðis með elskunni og snæða þar saman lúxusbröns – það gerist ekki rómantískara.

Íslenskt gæðahráefni
Það kom skemmtilega á óvart að þjónustan var óaðfinnanlega góð þrátt fyrir annasaman laugardag og svo má ekki gleyma að minnast á að matseðillinn er skemmtilega skandínavískur en Rósakaffi er opið alla daga og á kvöldin.

Réttirnir sem boðið er upp á eiga það sameiginlegt að þeir innihalda séríslenskt gæðahráefni.

IMG_3662-1 (dragged)
Eigendur Rósakaffi Kristrún Hildur Bjarnadóttir og tengdamóðir hennar Ingibjörg Sverrisdóttir ásamt Öddu Þórey og Kristinu höfðu í nægu að snúast en gáfu sér þó tíma til að leyfa ljósmyndara Fréttanetsins að smella af einni mynd.


IMG_3652
Veitingasalur Rósakaffi sem er staðsett í notalegu gróðurhúsi í Hveragerði.

Rósakaffi Hveragerði er á Facebook - sjá HÉR.

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is