FréttanetiðFólk

HLAÐBORÐIÐ á Restaurant Reykjavík er ÆÐISLEGT

Veitingarýni Fréttanetsins
Ellý Ármanns skrifar:

 

A+
– Æðislegur matur
– Frábær þjónusta
– Hlaðborð fjölbreytt, hráefnið ferskt og gott
– Umhverfið yndislegt, hlýr fallegur staður
– Staðsetning fullkomin fyrir göngu í miðborginni eftir mat
– Kaffið, allir eftirréttir alveg svakalega bragðgóðir
– Sjávarréttahlaðborðið er drekkhlaðið af kjöti líka
– Upplifun sem allir verða einfaldlega að leyfa sér að upplifa

Sjávarréttahlaðborð Restaurant Reykjavíkur er rómað fyrir ferskt hráefni,  drekkhlaðið hlaðborð af kræsingum þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og að ekki sé minnst á frábæra þjónustu þar sem vinahópar, vinnustaðir og fjölskyldur geta saman upplifað ævintýralega stund. Fréttanetið komst að því að þetta er allt rétt og satt. Restaurant Reykjavík er best geymda leyndarmálið í borginni.

sjavarhl6
Forréttirnir eru endalaust margir á hlaðborði Restaurant Reykjavíkur og allir, hver einn og einasti, ómótstæðilegur á bragðið. Reyktur lax, graflax, skelfiskssalat, grafinn hvalur, þroskur, marineruð síld, rækjur, heitreyktur lax er í boði svo fátt eitt sé nefnt.

sjavarhl1

Aðalréttirnir eru að sama skapi ótal margir en á hlaðborðinu er boðið upp á heilsteikt lambalæri, kalkúnabringur, saltfisk í yndislegu tómatsalsa, bláskel soðin upp úr hvítvíni, steikt skelfisk panna, plokkfiskur sem er ævintýralega góður, grænmeti, steikt smælki og eðal sósur sem gestir velja sér eftir smekk.


sjavarhl3
Andrúmsloftið er mjög gott og afslappað. Það sama má segja um þjónustuna.  Ef þú vilt gera þér glaðan dag og að ekki sé minnst á með ástvini eða vinum þá einfaldlega verður þú að upplifa hlaðborðið.

IMG_4994

Kokkarnir elda fyrir gesti á staðnum fyrir opnum tjöldum sem gerir upplifunina einstaklega skemmtilega og lifandi.

sjarvarhl9
Daglega er boðið upp á sjávarréttarhlapborðið.

IMG_4985
Eftirréttahlaðborðið er hlaðið ferskum ávöxtum, kökum og bakkelsi þar sem allir fjölskyldumeðlimir finna eitthvað við sitt hæfi. Kræsingar eins og ostakaka, skyrmús, súkkulaði brownie og æðisleg súkkulaðikaka eru á boðstólnum. Við erum að tala um að þú getur fengið þér eins mikið og þú getur í þig látið með dýrindis kaffi eða te eftir dýrðina sem sjávarhlaðborðið svo sannarlega er.  Börnin elska þetta!

sjarvarhl4
Restaurant Reykjavík er staðsett í hjarta Reykjavíkur.

Einkunn: 5 stjörnur (fullt hús stiga) *****

Drekkhlaðið hlaðborðið fær fimm stjörnur fyrir gæða hráefni og endalaust úrval af kræsingum sem leika svoleiðis við bragðlaukana. Staðsetningin er fullkomin sem gerir gestum kleift að rölta um miðbæ Reykjavíkur strax eftir að hafa upplifað ævintýrið sem sjávarréttahlaðborð Restaurant Reykjavík svo sannarlega er.

Restaurant Reykjavík á Facebook
https://www.restaurantreykjavik.is