FréttanetiðHeilsa

PRUMPARÐU oft í kynlífi? Það er mjög einfalt að koma í veg fyrir það… ef þú ferð eftir þessum ráðum

Flestar konur kannast eflaust við það að hafa prumpað í samförum. Margir hafa sagt þetta leggöngin vera að prumpa en það er ekki rétt. Þetta er í raun ekki prump heldur loft að utan sem fer inn í leggöngin og þarf svo að komast aftur út.

Á vefsíðu tímaritsins Cosmopolitan er að finna fjögur góð ráð til að hindra að þetta gerist en ef þetta gerist er það fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir.

1. Stundið kynlíf í stellingu þar sem þú þarft ekki að vera á fjórum fótum eða á hvolfi

Ef þú stundar kynlíf í stellingum á borð við trúboða eða kúrekastelpuna eru minni líkur á að það komi lofti inn í leggöngin þín.

2. Gerið það ofurhægt

Það kemst ekki mikið loft inn í leggöngin ef þið gerið það mjög hægt.

3. Biddu karlmanninn um að nudda sér upp við þig

Það er betra en að hann fari inn og út úr leggöngunum með löngum hreyfingum því þá kemst mikið loft inn í leggöngin.

4. Puttaðu þig á milli stellinga

Með þessu kemst loftið út án þess að nokkur taki eftir því.