FréttanetiðFólk

MARÍA hefur allt sem POPPSTJARNA þarf að hafa

Sérstök frumsýningarhátíð á tónlistarmyndbandinu Unbroken framlagi Íslands til Eurovision í ár verður haldin í Laugarásbíói í kvöld klukkan17:00. Við spurðum nokkra Eurovisionfara og tónlistarmenn hvernig þeim líst á framlag Íslands í ár og frammistöðu Maríu Ólafsdóttur.

Greta Salóme – Never forget – árið 2012
Henni á eftir að ganga stórvel alveg sama hvernig niðurstaðan verður. Hún er öruggur og flottur flytjandi með mikla útgeislun og lagið er grípandi.
8_gRETAOGhERA
Hera Björk Þórhallsdóttir – Je ne sais quo – 2010
Ég hef mikla trú á henni Maríu og þeim drengjum í þetta verkefni. Það er greinilegur metnaður í gangi á þessum bæ og hópurinn staðráðinn í að gera stóra hluti. Þetta er auðvitað fyrst og fremst gluggi út í hinn stóra heim sem maður á að nýta sér og þá skiptir undirbúningurinn öllu máli áður en lagt er af stað.

María er frábær söngkona og ég hef akkurat engar áhyggjur af henni á sviðinu í Austurríki. Það sem hún þarf að fá er andrými til að fá að gera þetta eins og henni líður vel með, góðan stuðning frá hópnum, góðan atvinnusöngvarakór til að bakka hana upp á sviðinu og góðan fjölmiðlafulltrúa sem að ég held að sé búið að ráða.
maria
Mynd: Mummi Lú
Grétar Örvarsson – Eitt lag enn – 1990

Mín tilfinning er að Maríu eigi eftir að ganga sérlega vel í keppninni. Lagið er fallegt og grípandi, Hennar flutningur er mjög góður. Hún hefur mikla útgeislun þessi unga glæsilega stúlka og við megum vera stolt af því að senda hana fyrir Íslands hönd í keppnina.
7_HelgaogGretar
Helga Möller – Gleðibankinn – 1986
Ég hef mikla trú á Maríu fyrst og fremst vegna þess hversu einlæg hún er. Hún hefur mikla útgeislun, er barnslega falleg og hefur stórgóða rödd. Mér finnst það svo mikill kostur þegar fólk í hennar stöðu er laust við allan hroka og stjörnustæla. Fólk kann að meta það og hún fer langt á því. Lagið finnst mér svona la la. Ekki vont en ekkert sérstakt og ég verð að viðurkenna að ég er strax búin að fá leið á því. En hennar sjarmi mun koma því í úrslitin.
5_eythorogSTebbi
Eyþór Ingi Gunnlaugsson – Ég á líf – 2013
Ég er alveg sannfærður um að hún eigi eftir að ná mikilli athygli Eurovisionaðdáenda og spekinga. Hún hefur allt sem poppstjarna þarf að hafa. Lagið er Eurovisionlegt og performansinn hjá Maríu er skotheldur sem Europe-performans.

Stefán Hilmarsson – Draumur um Nínu – 1991
Mér líst vel á Maríu og hef trú á því að henni muni gangi prýðilega, enda virðist hún prýðileg í alla staði. Þótt mér finnist sjálft lagið svolítið rýrt í roðinu þá hljómar það vel og lykilstefið er einfalt og grípandi, sem kemur sér vel í svona keppni. Ég hef ekki heyrt eitt einasta lag þess fyrir utan en ég yrði hissa ef hún næði ekki inn á topp 10, jafnvel topp 5.
1_birgittaBO
Björgvin Halldórsson – Núna – 1995
Ég er nokkuð bjartsýnn á frammistöðu Maríu í keppninni. Hún er með sterka útgeislun. Myndavélarnar elska hana. Svo syngur hún eins og engill. Ef allt gengur eins og það á að gera á deginum þá spái ég því að hún fari langt. Lagið hennar og reyndar mörg flest íslensku lögin okkar er sko ekkert lakari en mörg þeirra laga sem taka þá í þessari blessuðu keppni. Lagið hennar er gott.

Birgitta Haukdal – Open your heart – 2003
María er ofsalega sterk söngkona og sjarmerandi performer sem er mjög mikilvægt fyrir keppni eins og Eurovision. Hún er einlæg og á auðvelt með að fá fólk til að hrífast af sér. Ef hún einbeitir sér að þessum kostum sínum og er hún sjálf mun henni ganga vel. Auðvitað snýst þetta ekki bara um hana þar sem að lagið er nú stærsti hlutinn. En ég veit að hún á eftir að skila sínu frábærlega þrátt fyrir að vera ekki mjög reynd í þessum bransa. Hún fer langt af hæfileikunum sínum og einlægni. Ég spái þeim upp úr undanriðlinum en hugsa að þetta gæti orðið erfitt í aðalkeppninni eins og það er svo oft hjá okkur. Þar er lagið kannski ekki nógu sterkt til að komast í topp 5.


Einar Ágúst Víðisson – Tell me – 2000
Það er ómögulegt að segja. Þetta er frumskógur kaósins í rökfræðum og spám. Hún á eftir að standa sig vel stelpan. Það á við um hana að sumum er gefið aðeins meir en okkur hinum. Hún er mega talent.
2_einarAgust_hreimur
Hreimur Örn Heimisson – Coming home – 2011
Ég held prívat og persónulega að okkur eigi eftir að ganga ágætlega, Lagið er mjög gott, melódían er frábær og María er geislandi gullfalleg með góða rödd. En það eru að myndast pínu leiðinlegir straumar í kringum lagið, enski textinn gengur illa upp og gæti, að mínu mati verið aðeins innihaldsmeiri. Svo er þetta dansaramál allt frekar leiðinlegt. En vonandi verður þetta allt eins og verður á kosið þegar uppi er staðið. Ég spái okkur að minnsta kosti upp úr undankeppninni.
3_siggaOgJakob
Jakob Frímann Magnússon
Ég tel að Maríu eigi eftir að vegna vel. Lagið er mjög grípandi og hún flytur þetta með stæl. Gæti orðið eitt af okkar sterkustu innkomum frá upphafi. Keppnin hins vegar illútreiknanleg í seinni tíð. Kostir Maríu eru fjölmargir; frábær rödd og raddtækni, þokkafull, eðlileg og glæsileg í senn.

Sigríður Beinteinsdóttir – Eitt lag enn – 1990

Ég hef mikla trú á laginu og henni Maríu. Ég held að henni eigi eftir að ganga vel úti. Ég var viss um að þetta lag myndi sigra keppnina hér heima og hélt með því allan tímann. María hefur mjög mikla útgeislun, syngur vel, er einlæg í því sem hún er að gera og hún fer mjög langt bara á því. Einnig finnst mér lagið mjög grípandi. Það er svona líkt þeim stílum sem eru í gangi í Evrópu. Ég hlakka mikið til að horfa á keppnina í ár. Ég held að Íslandi gangi vel í ár. Það er allavega mín spá.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir – Is it true – 2009
Ég held að henni eigi eftir að ganga mjög vel. Við erum með mjög sterkt og grípandi lag í ár og ég hef trú á því að við gætum endað í topp 10. María er mjög pottþétt söngkona með örugga framkomu svo að ég hef litlar áhyggjur af þessu.
4_palloskar_johanna
Páll Óskar Hjálmtýsson – Minn hinsti dans – 1997
María á eftir að fljúga uppúr undankeppninni og ná léttilega inn á topp 10 í lokakeppninni í Vín, eins og staðan er í dag. Þess ber að geta að öll lögin eru ekki komin inn í keppnina, svo það er aðeins of snemmt að spá fyrir um gengi laganna að svo stöddu. Ég verð að fá að heyra fleiri lög til að geta dæmt almennilega um gengi Íslands.

En María hefur allt til brunns að bera til að vera næsta stóra poppstjarna Íslands. Það er langt síðan við hér á Fróni höfum fengið að fylgjast með svona flottri stelpu-poppstjörnu sem hefur enga löngun til að syngja óskiljanlegt alternatíft neðanjarðar indí-gums á Airwaves. Hún fílar Birgittu Haukdal, og slíka stjörnu höfum við ekki fengið síðan Birgitta sjálf var og hét árið 2001 – eða fyrir 14 árum síðan. Við höfum ekki séð neina slíka stelpu stjörnu – sem verður íkon hjá öðrum stelpum – síðan þá.

Pældu í því. Þannig að ef María fær réttu lögin og allir halda rétt á spöðunum með henni og ef hún sjálf hefur viljastyrkinn, þrána og orkuna til þess, þá mun hún rúlla upp hitturum löngu eftir að Eurovision keppnin er búin.